Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Stóraaaaa Bombaaaan
Föstudagur 26. maí 2006 kl. 10:03

Stóraaaaa Bombaaaan

Það er fátt betra en að vakna rólegur, og halda að allt sé eins og það á að vera. ,fá sér
heitt kaffi og lesa blöðin, njóta þess að lifa, hlusta svolítið á lóuna syngja og hverfa svo út í daginn. En stundum er ró manns raskað, og þá eru það oftast blöðin sem gjörsamlega eyðileggja þessar rólegu morgunstundir, þannig var það í morgun [miðvikudaginn 24. maí]. Bærinn minn er í höndum fjárglæframanna og allt er að fara til andskotans að minnsta kosti skv, frétt skrifaðri af Guðrúnu Helgu fréttmanni Fréttablaðsins um fjárhagsstöðu bæjarins, þar sem vitnað er í MPA ritgerð Sigurðar Björnssonar á stjórnsýslu sex sveitarfélaga. Getur það verið að það hafi bara verið að plata mann, einfaldan hægri kratann, sem trúir bara á það góða í manninum.

Þetta varð að athugast nánar svo ég ákvað að hringja í blaðamann þann sem skráður var fyrir fréttinni til að fá upplýsingar um hvar hægt væri að nálgast þessaritgerð. Óneitanlega varð ég svolítið hissa þegar fyrstu viðbrögð hennar voru hvort hún mætti ekki hringja í mig úr sínum síma, en ekki síma fyrirtækisins, en lét það gott heita , en enn meira hissa varð ég þegar ég bar fram fyrstu spurninguna sem var hvar hægt væri að nálgast þessa ritgerð, það vissi hún ekki. Næsta spurning var í hvaða Háskóla MPA ritgerðin hefði verið skrifuð, ef vera kynni að ég gæti nálgast hana út frá því, það vissi hún ekki heldur, en er þó blaðamaðurinn sem á að hafa skrifað þessa grein. Því næst gerðist, gamli hægri kratinn aö mér fannst sjálfum svolítið hugaður og spurði hvaðan þessi grein hefði eiginleg komið, því eitthvað sagði mér að hún hefði hreinlega ekki skrifað hana til þess vissi hún of lítið um ritgerðina sem hún byggði grein sína á. Því vildi hún ekki svara en benti mér á að tala við Sigurð Björnsson sjálfan, og það gerði ég.

Það verður að segjast að Sigurður tók óvæntu símtali mínu af stakri ljúfmennsku og virtist alveg skilja geðshrærinu mína og ræddum við stuttlega um innihald greinarinnar þar sem hann útskýrði fyrir mér fáfróðum manninum, megininnihald ritgerðarinnar sem í sjálfu sér var mjög áhugavert , og er ég innti hann eftir þessum stóryrðum sem sett eru fram í grein Guðrúnar Helgu vildi hann meina að erfitt væri hægt að gera stuttan útdrátt úr svona ritgerð án þess að eitthvað skolaðist til, en sagði að grein þessi væri ekki skrifuð af áeggjan hans.

Mér létti svolítið, en ákvað að kanna málið aðeins betur til að vera viss áður en ég héldi til vinnu minnar, og komst að því eins við var að búast að það var náttúrulega enginn ástæða til þess að vera æsa sig svona snemmorguns. Þegar lesið er í gegnum ritgerðina
kemur nefnilega í ljós að til þess að raunhæfur samanburður náist vantar ýmislegt inn í ritgerðinna. Sigurður velur að taka aðeins út A hluta reikningsuppgjörsins þar sem fram koma eingöngu tekjur og gjöld bæjarsjóðs, en segir ekkert um heildarstöðu bæjarins þar sem það vantar inn í þetta m.a eignir bæjarins eins og hlut í Hitaveitu Suðurnesja, arður
af t.d eignahlut bæjarins í fasteignafélaginu Fasteign. Ef sá sem ritaði bæði greininina
og einnig sá sem skrifaði ritgerðina hefðu haft fyrir því, og þá bara til að fá sem sannasta mynd af stöðunni hefði ekki annað þurft en að fletta yfir á næstu síðu þar sem B hluti reikninganna er og fá myndinna rétta, og þá hefði þessi frétt ef frétt skyldi kalla litið talsvert öðruvísi og verið á öllu jákvæðari nótum. Það er nefnilega oft gott að taka allan sannleikann , en ekki bara það sem hentar hverju sinni.


Ennfremur er dreginn fram úr ritgerðinni að hugsanlega sé það eina sem geti bjargað bæjarfélaginu, sé að hugsanlegt álver komi til þar sem fólgsfjölgun hafi verið lítil sem enginn síðustu ár.

Þessi staðhæfing er náttúrulega alveg úr takt við tölur Hagstofunnar sem sýna að á árabilinu 2003- 2005 er að jafnaði um það bil 4,5% fólgsfjölgun á ári.

Eða getur það kannski verið að ritgerð sú sem greininn byggist á sé orðinn það gömulað ekki sé mark á takandi. Ég þarf allvega ekki að æsa mig meira yfir þessu, því nú veit ég hvað rétt er

Með Sumarkveðju
Hannes Friðriksson
íbúi í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024