Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Stöndum saman Suðurnesjamenn
Þriðjudagur 21. apríl 2009 kl. 15:54

Stöndum saman Suðurnesjamenn

Þessi frasi hljómar kannski eins og gömul tugga í eyrum margra, en engu að síður á hann aldrei betur við en í dag. Það hefur fjarað undan mörgu fyrirtækinu hér að undanförnu og margir standa tæpt þessa dagana og fátt bendir til þess að einhver kraftaverk séu handan við hornið og því er það nauðsynlegt fyrir fólk hér á svæðinu að standa saman ef ekki á illa að fara og verður að hyggja að allir sitji við sama borð.
 
Nú hafa aðilar úr ýmsum greinum, sem telja sér málið skylt, tekið sig saman til að reyna að sporna við þeirri óheillavænlegu þróun, sem í auknu mæli á sér stað á gamla varnarsvæðinu, með því að stofna hagsmunarsamtök um heilbrigða samkeppni hér á svæðinu.

 
Mörgum finnst sem það opinbera sé farið að hafa óeðlileg afskipti af ýmsum þáttum atvinnulífsins með beinni eða óbeinni aðkomu, er skekki samkeppni með skattpeningum almennings.
 
Þetta á ekki við í nútíma þjóðfélagi og ekki kannast menn við að hafa séð þetta í stefnuskrá flokka fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar.
 
Jafnframt er þetta ekki í anda þess er rætt er um við stofnun Kadeco, heldur að verja skyldi sérstaklega nærsvæði, en þar finnst mönnum hafa orðið misbrestur á í seinni tíð á ýmsum sviðum.
 
Nú er tímabært að snúa bökum saman og berjast fyrir bættara samfélagi þar sem allir sitja við sama borð og því hefur verið ákveðið að snúa vörn í sókn og stofna hagsmunasamtök  um heilbrigða samkeppni á Suðurnesjum.

Stofnfundur verður haldinn á H-punktinum, Hafnargötu 31 Reykjanesbæ, þriðjudaginn 21. apríl kl 20.

 
Allir sem bera hag svæðisins fyrir brjósti  eru velkomnir á þennan fund og hvetjum við alla til að draga eins marga með og þeir geta.
 
Forsvarsmenn Kadeco, bæjarfulltrúar og alþingismenn svæðisins eru sérstaklega hvattir til að mæta.
 
STÖNDUM SAMAN SUÐURNESJAMENN UM HAGSMUNI SVÆÐISINS.
 
Virðingarfyllst
 
Undirbúningsnefnd hagsmunarsamtaka heilbrigðrar samkeppni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024