Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Stoðþjónusta við skólasamfélagið í heimabyggð
Miðvikudagur 23. maí 2018 kl. 09:04

Stoðþjónusta við skólasamfélagið í heimabyggð

 
Nýtt bæjarfélag handan við hornið og því fleiri skólar í einu bæjarfélagi. Þetta er algjölega nýtt fyrir mér eins og hjá svo mörgum öðrum sem hafa alist upp í sínu litla bæjarfélagi. Með sameiningu sveitarfélaganna sé ég fyrir mér aukna þjónustu við bæjarbúa.
Margir aðilar koma að börnunum okkar, íþrótta- og æskulýðsstarfið, skólinn, leikskólinn, félagsstarfið. Einstaklingarnir sem vinna að þessum málum munu starfa á sameiginlegu sviði í nýju sveitarfélagi gangi tillögur stýrihóps um sameininguna eftir. Ný bæjarstjórn mun vonandi staðfesta það, það er ósk okkar sjálfstæðismanna og óháðra.
Sjálfstæðimenn og óháðir hafa sett fram hugmyndir sínar um aukna stoð- og sérfræðiþjónustu í samvinnu við félagsþjónustusviðið á nýju sviði sem kallast mun fjölskyldusvið. Það hafa þeir gert í stýrihóp um sameininguna. Í því sambandi er verið að hugsa um snemmtæka íhlutun þar sem sérfræðingar geta unnið saman þvert á málefni barna. 
 
Eins og staðan er núna kaupir Sandgerði og Garður sérfræði-og stoðþjónustu að einhverju leiti frá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. En þar sem nýtt bæjarfélag Sandgerðis og Garðs er orðið að veruleika er hægt að veita aukna þjónustu við bæjarbúa. Að bjóða upp á aukna sérfræðiþjónustu sem gæti nýst á öllu velferðasviðinu er vel hægt.
 
Með þessum breytingum erum við að styðja enn betur við það góða starf sem á sér stað í skólasamfélaginu öllu. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og því mikilvægt að allir þeir sem koma að börnunum okkar rói í sömu átt.
 
Sjálfstæðismenn og óháðir munu halda áfram að styðja við gott starf í skólasamfélaginu, mynda sameiginlega skólastefnu fyrir hið nýja sveitarfélag sem er framsækin og unnin í samvinnu við alla sem koma að skólamálum. 
 
Börnin okkar munum áfram fá gjaldfrí námsgögn sem hefur reynst gríðarlega jákvætt í báðum byggðarkjörnum og einnig viljum halda áfram að bjóða uppá hafragraut, því að vel mett börn fara betur inní daginn.
 
Hlúum vel að börnunum okkar, þau eru framtíðin.
 
Sjálfstæðimenn og óháðrir vilja fræðslu-og stoðþjónustu í heimabyggð. 
 
Elín Björg Gissurardóttir
skipar 4. sæti á lista sjálfstæðismanna og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024