Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Stjórnmálin í nútímasamfélagi
Laugardagur 27. apríl 2013 kl. 05:10

Stjórnmálin í nútímasamfélagi

Ég hef ekki verið að fylgjast mikið með pólitík í gegnum árin fyrr en ég komst að því nýlega að bróðir minn væri í framboði hjá Pírötum í 7. sæti Suðurkjördæmis og þá fór ég að finna fyrir miklum áhuga á pólitík, ég ætla að styðja bróður minn því ég veit að hann vill berjast fyrir meiri réttindum fyrir fatlaða. Stefna Pírata er að bjarga internetinu frá spillingu og koma upplýsingum rétt til fólks og vera með nútímalega nálgun á vandamálum með hliðsjón af tækniframförum nútímans. Síðastliðinn áratug hafa frjáls samskipti sérstaklega þurft að þola árásir frá mörgum aðilum svo sem ríkisstjórnum og fyrirtækjum eða jafnvel stórum hluta af þjóð. Fullkomið dæmi um það er þegar stjórnmálamenn skilja ekki afleiðingar gjörða sinna, vegna vanþekkingar á tæknilegum hliðum þess efnis sem um er að ræða eins og tilraunir innanríkisráðuneytisins á Íslandi til þess að stoppa klám á internetinu. Píratar hafa lagst alfarið gegn hugmyndum innanríkisráðuneytisins um að ritskoða internetið af nokkurri ástæðu og að það séu afbrotin sjálf sem eru versta vandamálið. Píratar hafa mælst með mikið fylgi samkvæmt könnunum og vonandi ná þeir að koma sínum mönnum inn á Alþingi eftir kosningarnar. Ég ætla að kjósa Samfylkinguna ég hef verið í Samfylkingunni í 4 ár en hef ekki verið mjög virkur en er að pæla í því að vinna við blaðamennsku og pólitík. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með mikið fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi líka. Ég held að þetta endi með því að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn verði í ríkisstjórn saman.

Að vera öryrki er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Ég ætla í framtíðinni að fylgjast betur með pólitík og koma málefnum fatlaðra og öryrkja í umræðu og að það sé eitthvað gert í málum þeirra.                                          

Kær kveðja, Friðrik Guðmundsson
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024