Stjórnir Samtaka Verslunar og Þjónustu og Verslunarráðs á villigötum - Stjórnmálaályktun
Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ lýsir yfir undrun og fordæmir síendurteknar árásir Samtaka Verslunar og þjónustu og Verslunarráðs á verslunarstarfsemi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er í raun “stóriðiðja” okkar suðurnesjamanna og ein helsta uppspretta nýrra starfa á Suðurnesjum hin síðari ár. Vöxtur og velferð Suðurnesja er að miklu leyti háður aukinni flugumferð um Keflavíkurflugvöll og þeirri þjónustu sem flugfarþegar fá í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flestir eru sammála mikilvægi vaxtar og velferðar ferðaþjónustu í landinu og áhrifa þess á íslenskt atvinnulíf. Í því sambandi er afar brýnt að rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) gangi vel og að um hann ríki sátt í þjóðfélaginu.
Af og til undanfarin ár hefur hagsmunagæsluaðili heildsala og annarra kaupmanna þ.e. Samtök Verslunar og Þjónustu (SVÞ) ásamt Verslunarráði vakið athygli á því að stunduð sé ríkisverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) en FLE er hlutfélag í eigu ríkisins sem sér um rekstur flugstöðvarinnar skv. lögum frá Alþingi og sérstöku leyfi frá Utanríkisráðuneytinu. Málflutningur SVÞ o.fl. hefur hreint út sagt verið með eindæmum á villigötum, fullur af staðreyndarvillum og byggður á sérhagsmunum fárra á kostnað megin þorra almennings og ekki síst framtíð og vexti ferðaþjónustu í landinu.
Komuverslun er mikilvæg þjónusta fyrir flugfarþega
Stjórn SVÞ vill leggja niður komuverslun Fríhafnarinnar í Leifsstöð. Augljóst er að verði það gert mun sú verslun og þjónusta ásamt þeim 50-60 störfum sem þar eru flytjast úr landi til annarra flugstöðva vítt og breidd um heiminn. Meginuppistaða veltunnar í komuverslun er sala á áfengi og tóbaki sem farþegar á leið til Íslands nýta sér og versla nánast undantekningalaust vegna þess að ekki eru lagðir skattar og tollar á þessar vörur í fríhöfninni. Ef komuverslun væri lögð niður er ljóst að farþegar myndu einfaldlega kaup þessar vörur í öðrum fríhöfnum erlendis.
Fríhöfnin er því í beinni samkeppni við fríhafnir á öðrum flugvöllum en ekki í samkeppni við verslanir innanlands. Komuverslun fríhafnarinnar er til þæginda fyrir ferðamenn en auk þess má færa rök fyrir því að hún spari flugfélögum eldsneyti vegna þess að farþegar þurfa ekki að flytja varninginn með sér í flugvélunum og þar með þyngja þær verulega. Þá eru tekjur sem FLE fær af rekstri komuverslunar afar mikilvægar fyrir þá uppbyggingu sem nú á sér stað í flugstöðinni.
Flugstöðin er “stóriðja Suðurnesjamanna”
FLE hf er félag sem tók yfir rekstur Flugstöðvarinnar og Fríhafnarinnar árið 2000. Óhætt er að fullyrða að vel hafi gengið hjá hinu unga hlutafélagi og löngu tímabærar framkvæmdir við Flugstöðina eru nú komnar á fullt skrið. Samkvæmt áætlun FLE munu framkvæmdir í ár og á næsta ári kosta 5 milljarð króna við Flugstöðina. Megin þorri þessara framkvæmda eru fjármagnaðar með verslunarrekstri FLE hf. Ekki króna kemur úr ríkissjóði, þvert á móti greiðir FLE 375 milljónir í arð til ríkisins vegna rekstrarársins 2004.
Samkvæmt áætlun stjórnar FLE munu þessar framkvæmdir stórauka þjónustu við flugfarþega og flugrekendur með tilsvarandi fjölgun starfa á Suðurnesjum. Ef ekki kæmu til tekjur af verslunarrekstri FLE myndi annaðhvort þurfa að leggja ný þjónustugjöld á flugfarþega flugfélaganna eða biðja um fjármagn úr ríkissjóði til að hægt væri að fjárfesta í uppbyggingu Flugstöðvarinnar.
Það verður að teljast afar ólíklegt að unnt væri að ná í þessa peninga í ríkissjóði og telja verður það afar ólíklegt að flugrekstraraðilar ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar væru sáttir við ný þjónustugjöld sem myndi leiða til hækkunar flugfarmiða til og frá landinu. Ný þjónustugjöld á flugfarþega myndu einfaldlega draga úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og hafa alvarlega neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu hér í landi sem útflutningsatvinnugrein sem telja verður nánast öruggt að þjóni ekki hagsmunum skjólstæðinga SVÞ né Verslunarráðs. Stjórnir þessara samtaka kjósa líta algerlega framhjá þessum staðreyndum og virða að vettugi hagsmuni Suðurnesjamanna, en FLE er sannkölluð “stóriðja” fyrir Suðurnesin.
Hagsmunir ferðaþjónustunnar
Hagsmunir okkar eru fyrst og fremst þeir að þær tekjur og sá virðisauki sem verður til með verslunarrekstri í Flugstöðinni haldist á svæðinu og fari í frekari uppbyggingu stöðvarinnar svo unnt sé að veita sífellt fjölgandi flugfarþegum betri og ódýrari þjónustu. Fyrirkomulag rekstrarins er útfærsluatriði, aðalatriðið er að finna bestu leiðina að settu marki sem er að sjálfsögðu vöxtur og velferð ferðaþjónustu í landinu en Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Keflavíkurflugvöllur eru í raun mikilvægasti einstaki þáttur þeirrar þróunar sem vonandi verður á sviði ferðaþjónustunnar.
F.h. Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna
Flugstöð Leifs Eiríkssonar er í raun “stóriðiðja” okkar suðurnesjamanna og ein helsta uppspretta nýrra starfa á Suðurnesjum hin síðari ár. Vöxtur og velferð Suðurnesja er að miklu leyti háður aukinni flugumferð um Keflavíkurflugvöll og þeirri þjónustu sem flugfarþegar fá í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flestir eru sammála mikilvægi vaxtar og velferðar ferðaþjónustu í landinu og áhrifa þess á íslenskt atvinnulíf. Í því sambandi er afar brýnt að rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar (FLE) gangi vel og að um hann ríki sátt í þjóðfélaginu.
Af og til undanfarin ár hefur hagsmunagæsluaðili heildsala og annarra kaupmanna þ.e. Samtök Verslunar og Þjónustu (SVÞ) ásamt Verslunarráði vakið athygli á því að stunduð sé ríkisverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) en FLE er hlutfélag í eigu ríkisins sem sér um rekstur flugstöðvarinnar skv. lögum frá Alþingi og sérstöku leyfi frá Utanríkisráðuneytinu. Málflutningur SVÞ o.fl. hefur hreint út sagt verið með eindæmum á villigötum, fullur af staðreyndarvillum og byggður á sérhagsmunum fárra á kostnað megin þorra almennings og ekki síst framtíð og vexti ferðaþjónustu í landinu.
Komuverslun er mikilvæg þjónusta fyrir flugfarþega
Stjórn SVÞ vill leggja niður komuverslun Fríhafnarinnar í Leifsstöð. Augljóst er að verði það gert mun sú verslun og þjónusta ásamt þeim 50-60 störfum sem þar eru flytjast úr landi til annarra flugstöðva vítt og breidd um heiminn. Meginuppistaða veltunnar í komuverslun er sala á áfengi og tóbaki sem farþegar á leið til Íslands nýta sér og versla nánast undantekningalaust vegna þess að ekki eru lagðir skattar og tollar á þessar vörur í fríhöfninni. Ef komuverslun væri lögð niður er ljóst að farþegar myndu einfaldlega kaup þessar vörur í öðrum fríhöfnum erlendis.
Fríhöfnin er því í beinni samkeppni við fríhafnir á öðrum flugvöllum en ekki í samkeppni við verslanir innanlands. Komuverslun fríhafnarinnar er til þæginda fyrir ferðamenn en auk þess má færa rök fyrir því að hún spari flugfélögum eldsneyti vegna þess að farþegar þurfa ekki að flytja varninginn með sér í flugvélunum og þar með þyngja þær verulega. Þá eru tekjur sem FLE fær af rekstri komuverslunar afar mikilvægar fyrir þá uppbyggingu sem nú á sér stað í flugstöðinni.
Flugstöðin er “stóriðja Suðurnesjamanna”
FLE hf er félag sem tók yfir rekstur Flugstöðvarinnar og Fríhafnarinnar árið 2000. Óhætt er að fullyrða að vel hafi gengið hjá hinu unga hlutafélagi og löngu tímabærar framkvæmdir við Flugstöðina eru nú komnar á fullt skrið. Samkvæmt áætlun FLE munu framkvæmdir í ár og á næsta ári kosta 5 milljarð króna við Flugstöðina. Megin þorri þessara framkvæmda eru fjármagnaðar með verslunarrekstri FLE hf. Ekki króna kemur úr ríkissjóði, þvert á móti greiðir FLE 375 milljónir í arð til ríkisins vegna rekstrarársins 2004.
Samkvæmt áætlun stjórnar FLE munu þessar framkvæmdir stórauka þjónustu við flugfarþega og flugrekendur með tilsvarandi fjölgun starfa á Suðurnesjum. Ef ekki kæmu til tekjur af verslunarrekstri FLE myndi annaðhvort þurfa að leggja ný þjónustugjöld á flugfarþega flugfélaganna eða biðja um fjármagn úr ríkissjóði til að hægt væri að fjárfesta í uppbyggingu Flugstöðvarinnar.
Það verður að teljast afar ólíklegt að unnt væri að ná í þessa peninga í ríkissjóði og telja verður það afar ólíklegt að flugrekstraraðilar ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar væru sáttir við ný þjónustugjöld sem myndi leiða til hækkunar flugfarmiða til og frá landinu. Ný þjónustugjöld á flugfarþega myndu einfaldlega draga úr samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga og hafa alvarlega neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu hér í landi sem útflutningsatvinnugrein sem telja verður nánast öruggt að þjóni ekki hagsmunum skjólstæðinga SVÞ né Verslunarráðs. Stjórnir þessara samtaka kjósa líta algerlega framhjá þessum staðreyndum og virða að vettugi hagsmuni Suðurnesjamanna, en FLE er sannkölluð “stóriðja” fyrir Suðurnesin.
Hagsmunir ferðaþjónustunnar
Hagsmunir okkar eru fyrst og fremst þeir að þær tekjur og sá virðisauki sem verður til með verslunarrekstri í Flugstöðinni haldist á svæðinu og fari í frekari uppbyggingu stöðvarinnar svo unnt sé að veita sífellt fjölgandi flugfarþegum betri og ódýrari þjónustu. Fyrirkomulag rekstrarins er útfærsluatriði, aðalatriðið er að finna bestu leiðina að settu marki sem er að sjálfsögðu vöxtur og velferð ferðaþjónustu í landinu en Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Keflavíkurflugvöllur eru í raun mikilvægasti einstaki þáttur þeirrar þróunar sem vonandi verður á sviði ferðaþjónustunnar.
F.h. Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna