Stjórnarskrárnefnd opnar heimasíðu
Nýskipuð stjórnarskrárnefnd hefur nú haldið tvo fundi og rætt meðal annars drög að vinnuáætlun. Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 14. mars. Opnuð hefur verið heimasíða nefndarinnar (www.stjornarskra.is ) þar sem birtar verða fundargerðir og ýmislegt efni sem tengist stjórnarskránni og endurskoðun hennar. Frá þessu var greint í gær á vef Forsætisráðuneytisins.
www.stjornarskra.is
www.stjornarskra.is