Sterk staða Reykjanesbæjar
Það er ótrúlegt hve sumir hafa farið frjálslega með staðreyndir í kosningabaráttunni. Sumir virðast finna þær upp hjá sjálfum sér og erfitt að átta sig á hvað þeim gengur til annað en að vera á móti þeirri uppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir. Einhverjir vitna svo í illa unna ritgerð, uppfulla af staðreyndavillum.
Hér eru nokkrar staðreyndir um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar:
• Íbúafjölgun í Reykjansbæ hefur verið hlutfallslega mest hér af fimm stærstu sveitarfélögum á landinu: eða 3,8% þegar hún var 2,6% í Kópavogi, 2,1% í Hafnarfirði og minna hjá hinum.
• Á sama tíma og gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað og íbúum fjölgað hefur fjárhagurinn styrkst.
• Reykjanesbær skilaði 384 milljón króna hagnaði á síðasta ári.
• Eigið fé á hvern íbúa í bæjarsjóði árið 2005 var 318 þúsund krónur, næst á eftir Akureyri og Kópavogi.
• Heildarskuldir bæjarjóðs á hvern íbúa eru næstlægstar, á eftir Kópavogi.
• Í Reykjanesbæ er útsvarshlutfallið lægst af 5 stærstu sveitarfélögum á landinu og íbúar greiða lægstu fasteignagjöldin af íbúum þessara stóru sveitarfélaga.
• Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs hefur vaxið úr 40% í rúmlega 42% á kjörtímabilinu.
• Skuldir hafa verið greiddar niður um 1300 milljónir kr. á kjörtímabilinu.
Tryggjum áframhaldandi uppbyggingu og sterka stöðu sveitarfélagsins. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og Árna Sigfússon á laugardaginn.
Sigríður Jóna Jóhannesdóttir
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins
Hér eru nokkrar staðreyndir um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar:
• Íbúafjölgun í Reykjansbæ hefur verið hlutfallslega mest hér af fimm stærstu sveitarfélögum á landinu: eða 3,8% þegar hún var 2,6% í Kópavogi, 2,1% í Hafnarfirði og minna hjá hinum.
• Á sama tíma og gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað og íbúum fjölgað hefur fjárhagurinn styrkst.
• Reykjanesbær skilaði 384 milljón króna hagnaði á síðasta ári.
• Eigið fé á hvern íbúa í bæjarsjóði árið 2005 var 318 þúsund krónur, næst á eftir Akureyri og Kópavogi.
• Heildarskuldir bæjarjóðs á hvern íbúa eru næstlægstar, á eftir Kópavogi.
• Í Reykjanesbæ er útsvarshlutfallið lægst af 5 stærstu sveitarfélögum á landinu og íbúar greiða lægstu fasteignagjöldin af íbúum þessara stóru sveitarfélaga.
• Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs hefur vaxið úr 40% í rúmlega 42% á kjörtímabilinu.
• Skuldir hafa verið greiddar niður um 1300 milljónir kr. á kjörtímabilinu.
Tryggjum áframhaldandi uppbyggingu og sterka stöðu sveitarfélagsins. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og Árna Sigfússon á laugardaginn.
Sigríður Jóna Jóhannesdóttir
frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins