Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Starfsmenn og kennarar Heiðarskóla eiga heiður skilið
Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 10:08

Starfsmenn og kennarar Heiðarskóla eiga heiður skilið

Síðastliðinn laugardag stóðu starfsmenn og kennarar Heiðarskóla fyrir opnu málþingi um skólastarf. Málþingið bar yfirskriftina Háttvísi-Hugvit-Heilbrigði og í stuttu máli var málþingið frábært. Málþingið var vel sótt, en það var opið öllum áhugasömum aðilum um menntun barna og skólamál. Boðið var upp á fimmtán erindi í þrem málstofum og var mjög erfitt að velja á milli erinda hverju sinni, enda greinilegt að starfsmenn skólans höfðu undirbúið dagskrá málþingsins afar vel. Erindin voru mjög fjölbreytt, en erindin voru nánast um allar hliðar skólastarfsins.

Að mínu mati er framtak starfsmanna Heiðarskóla til eftirbreytni og til þess fallið að skapa meiri umræðu og efla almenna þekkingu um skólastarfið meðal almennings. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir mig.

Eysteinn Jónsson
Bæjarfulltrúi A-listans fyrir Framsókn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024