Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Starfsmannafélag harmar aðgerðir Reykjanesbæjar
Föstudagur 14. nóvember 2014 kl. 09:56

Starfsmannafélag harmar aðgerðir Reykjanesbæjar

Yfirlýsing frá Starfsmannafélagi Suðurnesja vegna boðaðra aðgerða hjá Reykjanesbæ, vegna uppsagnar á yfirvinnu og bílastyrks starfsmanna.
Fimmtudaginn 6. nóvember 2014 barst stjórn Starfsmannafélagsins upplýsingar um að Reykjanesbær hygðist í hagræðinga/sparnaðarskyni taka af fasta yfirvinnu og akstursstyrki af starfsmönnum sveitarfélagsins.
Í ljósi þessa, boðaði Starfsmannafélagið þann sama dag, trúnaðarmenn starfsmanna Reykjanesbæjar á fund til sín, þar sem farið var yfir stöðu málsins út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og leitað svara við ýmsum spurningum.
Starfsmannafélagið harmar að til þessara aðgerða þurfi að grípa og hvetur Reykjanesbæ til að huga að og gæta réttinda starfsmanna sinna.
Jafnframt áréttar félagið, að það muni á allan hátt aðstoða félagsmenn sína í þessu sem og öðrum málum við að gæta  réttinda sinna.

Reykjanesbæ 12. nóvember 2014.
f.h. stjórnar STFS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024