Starfslok bæjarstjóra upp á 4,2 milljónir kr.
Starfslokasamningur Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra hljóðar upp á laun í sex mánuði. Bæjarstjóri hefur 704.000 kr. á mánuði, þannig að starfslok bæjarstjóra kosta bæjarsjóð 4,2 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari starfsmannastjóra Reykjanesbæjar við fyrirspurn Guðlaugs Garðarssonar á vef bæjarins.Guðlaugur spyr jafnframt um starfsmannafjölda Reykjanesbæjar og launakostnað bæjarins. Í svari starfsmannastjóra kemur fram að starfsmenn Reykjanesbæjar eru um 600 í 475,03 stöðugildum. Þessir starfsmenn fá samtals einn milljarð og fimmhundruð og fimmtíu milljónir í laun á ári. Þá spyr Guðlaugur hvað margir vinni á skrifstofum bæjarins. Því er til að svara að þar starfa 51 starfsmaður en ekki allir í 100% starfi. Um er að ræða fjármála- og stjórnsýsludeild, tæknideild, fjölskyldu- og félagsmáladeild, skólaskrifstofa, tómstunda- og íþróttaskrifstofa, markaðs- og menningarskrifstofa. Þá kemur að endingu fram að 46 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í bæjarfélaginu.