Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 11. maí 2000 kl. 15:36

Stangveiði hafin í Seltjörn

Veiði í Seltjörn hefur gengið vonum framar allt frá opnun þann 8. apríl sl. og samtals hafa veiðst um 580 silungar. Þar af eru um 540 regnbogar, 30 urriðar og 5 bleikjur, en stærsti fiskurinn sem veiðst hefur í ár er 5 punda bleikja. Meðaltalsþyngd er hins vegar ríflega 2 pund. Alls hefur verið sleppt um 1.600 silungum í vatnið, en bætt er við í hverri viku og því ávallt nýr og frístur tökufiskur til staðar. Mikið var af fólki við veiðar um páskana, þrátt fyrir kulda, en mest er veitt á straumflugur og spúna í vorveiðinni, eins og venja er. Veðurspá næstu daga er veiðimönnum hagstæð, hlýnandi veður og vætusamt, sem er ávísun á enn betri töku í vatninu. Staðarhaldari vill koma fram beiðni til útivistarfólks í Sólbrekkum, að ganga snyrtilega um skóginn og hlífa viðkvæmum gróðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024