Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Staðreyndir um hamingjuna - fyrirlestur í kvöld
Fimmtudagur 20. nóvember 2008 kl. 15:14

Staðreyndir um hamingjuna - fyrirlestur í kvöld

-

Fyrirlestraröð í Garði og Sandgerði fyrir fjölskyldur og einstaklinga á erfiðum tímum -

Í kvöld, fimmtudagskvöld, verður fjórði fyrirlesturinn haldinn sem kirkjan í Garði og Sandgerði stendur fyrir í samvinnu við Sveitarfélagið Garð og Sandgerðisbæ. Í fyrirlestrunum eru tekin fyrir brýn mál er tengjast fjölskyldum og einstaklingum á erfiðum tímum í íslensku samfélagi.

Erindin fjalla um fjármál, hvernig hægt er að drýgja matinn, um samskiptin á heimlinu og hvernig við getum styrkt og hlúð að hverju öðru á erfiðum tímum.

Næsti fyrirlestur er í kvöld, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20, í Útskálakirkju í Garði, þá mun Páll Matthíasson geðlæknir flytja fyrirlestur er ber yfirskriftina “Staðreyndir um hamingjuna". Þar mun Páll leitast við að svara því hvernig maður skilgreinir hamingju. Hvað tengist og tengist ekki hamingjunni ? Hverjar eru venjur hamingjusamra og ráðleggingar þeirra sem rannsakað hafa hamingjuna til okkar hinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Fyrirlestrarnir verða haldnir til skiptis í Garði og Sandgerði. Hver fyrirlestur hefst á stuttri helgistund. Boðið verður upp á kaffi og umræður eftir hvern fyrirlestur.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir að kostnaðarlausu.