Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Staðreyndir málsins um kísilverin
  • Staðreyndir málsins um kísilverin
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 09:03

Staðreyndir málsins um kísilverin

– Árni Sigfússon skrifar

Undirbúningur tveggja kísilvera í Helguvík hefur staðið yfir um all langt skeið. Annað verkefnið hefur tekið 5 ár hið síðara tæp 2 ár.

United Silicon
United Silicon er kísilverkefni, sem tengist 5 ára undirbúningstíma við uppbyggingu kísilvers í Helguvík. Gengið var frá lóðarsamningi í Helguvík árið 2012 og greiddi félagið þá að fullu fyrir lóðina. Félagið hefur þegar hafið framkvæmdir við lóðina eins og heimilt er en þegar byggingaframkvæmdir hefjast mun félagið greiða gatnagerðargjöld upp á rúmlega 360 milljónir króna. Umhverfismat var staðfest fyrir ári. Í mars s.l. tilkynnti Landsvirkjun að orkusölusamningur við United Silicon væri frágenginn og hefur fyrirtækið þegar gert sölusamninga um stóran hluta af framleiðslunni. Verksmiðjan þarf því að vera komin í rekstur sumarið 2016, eftir tvö ár. Fyrirtækið hóf framkvæmdir fyrr í vikunni og munu 160 störf skapast nú á framkvæmdatíma og 70 stöðugildi verða í fyrsta áfanga fyrirtækisins þegar rekstur hefst eftir tvö ár auk afleiddra starfa, s.s. við flutninga, vörusölu, viðhalds, tækni- og verkfræðiþjónustu.

Thorsil
Thorsil kísilverið er umtalsvert stærra en United Silicon og gert er ráð fyrir að 160 störf verði í verksmiðjunni sjálfri.

Thorsil og Reykjanesbær undirrituðu fyrr á þessu ári lóðar- og hafnarsamning í Helguvík. Í janúar á þessu ári gerði Thorsil samning við verkfræðistofuna Mannvit um yfirstjórn á hönnun verksmiðjunnar og kynnti samhliða samkomulag um skilmála við Landsvirkjun um kaup á raforku. Í fyrradag var svo tilkynnt um frágang stórs sölusamnings þeirra við fyrirtækið Hunter Douglas Metals í USA um 45% af afköstum verksmiðjunnar til 8 ára. Söluverðmæti málmisins sem samningurinn tekur til er um 65 milljarðar króna. Fjárfestingarsamningur við ríkið verður undirritaður nú í dag, föstudag. Thorsil áætlar nú að framkvæmdir hefjist á síðasta ársfjórðungi þessa árs.

Rúmlega 300 manns munu starfa við byggingarframkvæmdir og er stefnt að því að framleiðsla hefjist á þriðja ársfjórðungi 2016. Þá skapast um 160 ný störf vegna starfseminnar auk afleiddra starfa, s.s. við flutninga, viðhald, verkfræðiþjónustu og fleira. Forsvarsmenn fyrirtækjanna áætla að meðallaun verði í samræmi við laun í álverum. Þau nema um 580-600 þúsund krónum á mánuði.

Áralöng barátta um framkvæmdir í Helguvík er vonandi að skila sér.
Ég mun ekki gefa eftir í þeirri baráttu.

Árni Sigfússon
bæjarstjóri

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024