Staðbundin ferðamálafræði í Heiðarskóla
Í vetur var bryddað upp á þeirri nýbreytni í skólanum að kenna staðbundna ferðamálafræði sem valgrein í 9. og 10. bekk. Nemendur í valinu að þessu sinni eru 15 talsins.
Markmið þessarar fræðslu er á unglingarnir kynnist Reykjanesskaganum með nýjum hætti. Kennslan fer fram bæði í skólanum með fyrirlestrum, rannsóknarvinnu nemendanna sjálfra og vettvangsferðum.
Nú þegar hefur verið farin ein vettvangsferð. Farin var hringferð um Reykjanesið og komið við í öllum byggðarlögum. Þar var saga byggðarlaga rakin í stórum dráttum og sagt frá því markverðasta á hverjum stað svo sem kirkjum, þjóðsögum, söfnum, orku og atvinnuháttum. Þessi ferð gekk með afbrigðum vel og nemendur nýttu hana eins og kostur var. Því miður gafst ekki tími til safnaskoðunar að þessu sinni, en verður vonandi síðar.
Ferðamálasamtök Suðurnesja buðu nemendum í ferðina og áður en lagt var af stað ræddi Kristján Pálsson formaður samtakanna við nemendur í örstutta stund til þess m.a. að upplýsa þá um mikilvægi þekkingar á því svæði sem þeir búa á. Þess má geta að Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa komið upp afbragðsgóðum vef á netinu með fjölbreyttum upplýsingum sem nemendur geta nýtt sér.
Í framhaldi af þessu verða fyrirlestrar svo sem um gróður, dýralíf, veðurfar og annað sem nauðsynlegt er að kynnast á svæðinu.
Nemendur afla síðan frekari upplýsinga á netinu og með lestri bóka um svæðið.Þegar líður að lokum þessarar annar verður farin önnur ferð þar sem nemendur skipta með sér leiðsögn og koma þá á framfæri þeim upplýsingum sem þau hafa aflað sér. Þau flytja einnig fyrirlestur um tiltekna þætti í skólanum.
Framtíðarmöguleikar þessa svæðis skipta miklu máli og því er nauðsynlegt að nemendur velti fyrir sér hvaða möguleika svæðið hefur og hvernig hægt er að nýta þá.sem allra best.
Martha Ó. Jensdóttir
Markmið þessarar fræðslu er á unglingarnir kynnist Reykjanesskaganum með nýjum hætti. Kennslan fer fram bæði í skólanum með fyrirlestrum, rannsóknarvinnu nemendanna sjálfra og vettvangsferðum.
Nú þegar hefur verið farin ein vettvangsferð. Farin var hringferð um Reykjanesið og komið við í öllum byggðarlögum. Þar var saga byggðarlaga rakin í stórum dráttum og sagt frá því markverðasta á hverjum stað svo sem kirkjum, þjóðsögum, söfnum, orku og atvinnuháttum. Þessi ferð gekk með afbrigðum vel og nemendur nýttu hana eins og kostur var. Því miður gafst ekki tími til safnaskoðunar að þessu sinni, en verður vonandi síðar.
Ferðamálasamtök Suðurnesja buðu nemendum í ferðina og áður en lagt var af stað ræddi Kristján Pálsson formaður samtakanna við nemendur í örstutta stund til þess m.a. að upplýsa þá um mikilvægi þekkingar á því svæði sem þeir búa á. Þess má geta að Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa komið upp afbragðsgóðum vef á netinu með fjölbreyttum upplýsingum sem nemendur geta nýtt sér.
Í framhaldi af þessu verða fyrirlestrar svo sem um gróður, dýralíf, veðurfar og annað sem nauðsynlegt er að kynnast á svæðinu.
Nemendur afla síðan frekari upplýsinga á netinu og með lestri bóka um svæðið.Þegar líður að lokum þessarar annar verður farin önnur ferð þar sem nemendur skipta með sér leiðsögn og koma þá á framfæri þeim upplýsingum sem þau hafa aflað sér. Þau flytja einnig fyrirlestur um tiltekna þætti í skólanum.
Framtíðarmöguleikar þessa svæðis skipta miklu máli og því er nauðsynlegt að nemendur velti fyrir sér hvaða möguleika svæðið hefur og hvernig hægt er að nýta þá.sem allra best.
Martha Ó. Jensdóttir