Sprengjur á útivistarsvæðum hneyksli
Ferðamálaráðstefna Ferðamálasamtaka Suðurnesja og Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum fór fram á föstudaginn og tókst afskaplega vel að sögn Kristjáns Pálssonar formanns FSS. Flutt voru 5 erindi en auk þess var pallborð sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og svo virk þátttaka fundarmanna sjálfra í umræðum og fyrirspurnum. Það sem stendur uppúr eftir ráðstefnuna var mikil áhersla á verndun umhverfisins.
Sigmar Eðvarðsson formaður bæjarráðs í Grindavík vildi að vegna þeirra miklu virkjanaframkvæmda sem framundan eru á Reykjanesinu á vegum Hitaveitu Suðurnesja að fyrirtækið tæki sér tak í umhverfismálum á svæðinu. Ekki gæti gengið að eldrauðar leiðslur lægju um allt svæðið og loftlínur eða dæluhús bæru við augu hvert sem litið væri. Hann lagði einnig áherslu á að fleiri kæmu að rekstri Reykjanesfólksvangs m.a óháð samtök eins og Ferðamálasamtökin. Bætt umgengni um fólkvanginn væri algjör forsenda fyrir tilvist hans sem fólkvangs. Utanslóða akstur er mikið vandamál og slæm umgengni t.d. væru hús og skilti skotin í tætlur af skemmdarvörgum.
Formaður FSS ræddi gönguleiðaverkefni samtakanna sem gengur vel. Fyrir sumarið verður búið að stika um 156 km af gönguleiðum m.a. Prestastíg milli Hafna og Grindavíkur, Ketilstíg við Krísuvík, Hrauntungustíg frá Hrútagjá til Hafnarfjarðar og Dalaleið frá Krísuvík í Kaldársel.
Fram kom sú krafa á fundinum að skotæfingarsvæði hersins á Suðurnesjum yrðu hreinsuð nú þegar. Enn eru skilti uppi sem vara við allri umferð um svæði eins og Háabjalla eitt af allra fallegustu útivistarsvæðum Reykjanessins. Umferð um stórmerkilega göngustíga eins og Skófellaveg og Skipsstíg 1100 ára gamlar þjóðleiðir eru bannaðar að hluta vegna hættu á sprengjum. Fundarmenn lýstu yfir hneykslan sinni á þeim seinagangi sem utanríkisráðuneytisins sýndi við lausn þessa máls.
Fram kom hjá Magneu Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Bláa Lónsins að á teikniborðinu er bygging 200 rúma heilsuhótels sem mun kosta um 3 milljarða í byggingu. Það verður byggt inn í Illahraunið við hlið baðstaðarins eins og hann er í dag og mun ekki sjást frá veginum. Ef af þessu verðu mun Bláa Lónið bæta við sig 200 starfsmönnum.
Geir Sveinsson forstöðumaður Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ var með fróðlegt erindi um samspil íþrótta og ferðamennsku. Sagði hann að erlendis hefði verið rannsakað að 30% allrar ferðamennsku væri vegna þátttöku í íþróttum og íþróttaviðburðum.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ sagði frá stórhuga verkefnum bæjarins við víkingasetur og stærsta víkingasafn á Íslandi fyrr og síðar sem rísa mun á Fitum í Reykjanesbær á árinu 2007.
Sigmar Eðvarðsson formaður bæjarráðs í Grindavík vildi að vegna þeirra miklu virkjanaframkvæmda sem framundan eru á Reykjanesinu á vegum Hitaveitu Suðurnesja að fyrirtækið tæki sér tak í umhverfismálum á svæðinu. Ekki gæti gengið að eldrauðar leiðslur lægju um allt svæðið og loftlínur eða dæluhús bæru við augu hvert sem litið væri. Hann lagði einnig áherslu á að fleiri kæmu að rekstri Reykjanesfólksvangs m.a óháð samtök eins og Ferðamálasamtökin. Bætt umgengni um fólkvanginn væri algjör forsenda fyrir tilvist hans sem fólkvangs. Utanslóða akstur er mikið vandamál og slæm umgengni t.d. væru hús og skilti skotin í tætlur af skemmdarvörgum.
Formaður FSS ræddi gönguleiðaverkefni samtakanna sem gengur vel. Fyrir sumarið verður búið að stika um 156 km af gönguleiðum m.a. Prestastíg milli Hafna og Grindavíkur, Ketilstíg við Krísuvík, Hrauntungustíg frá Hrútagjá til Hafnarfjarðar og Dalaleið frá Krísuvík í Kaldársel.
Fram kom sú krafa á fundinum að skotæfingarsvæði hersins á Suðurnesjum yrðu hreinsuð nú þegar. Enn eru skilti uppi sem vara við allri umferð um svæði eins og Háabjalla eitt af allra fallegustu útivistarsvæðum Reykjanessins. Umferð um stórmerkilega göngustíga eins og Skófellaveg og Skipsstíg 1100 ára gamlar þjóðleiðir eru bannaðar að hluta vegna hættu á sprengjum. Fundarmenn lýstu yfir hneykslan sinni á þeim seinagangi sem utanríkisráðuneytisins sýndi við lausn þessa máls.
Fram kom hjá Magneu Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Bláa Lónsins að á teikniborðinu er bygging 200 rúma heilsuhótels sem mun kosta um 3 milljarða í byggingu. Það verður byggt inn í Illahraunið við hlið baðstaðarins eins og hann er í dag og mun ekki sjást frá veginum. Ef af þessu verðu mun Bláa Lónið bæta við sig 200 starfsmönnum.
Geir Sveinsson forstöðumaður Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ var með fróðlegt erindi um samspil íþrótta og ferðamennsku. Sagði hann að erlendis hefði verið rannsakað að 30% allrar ferðamennsku væri vegna þátttöku í íþróttum og íþróttaviðburðum.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ sagði frá stórhuga verkefnum bæjarins við víkingasetur og stærsta víkingasafn á Íslandi fyrr og síðar sem rísa mun á Fitum í Reykjanesbær á árinu 2007.