Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sprautueitur á leikvellinum okkar
Miðvikudagur 7. september 2016 kl. 17:24

Sprautueitur á leikvellinum okkar

– Sex ungir drengir í Innri Njarðvík skrifa bréf til sprautufíkils

Við vitum ekki hver þú ert en foreldrar okkar segja að þú sért kannski veikur. Ertu í alvöru veikur?

Við vonum að þú sért ekki veikur því það er ekki gott, okkur finnst ekki gaman að vera veikir því þá getum við ekki verið úti að leika okkur. Okkur finnst svo gaman að vera úti að leika.

Við viljum skoða allt og okkur finnst mjög gaman að finna nýja og spennandi hluti sem við þekkjum ekki. Við erum sko algjörir landkönnuðir.

Við fundum dótið þitt og vááá hvað það var spennandi, við höfum aldrei séð svona. Það var sko í draugahúsinu sem er hjá leikvellinum okkar, við megum ekki fara þangað en það er samt svo spennandi að fara þangað því að það er alveg hægt.  Svo segja bara mömmur okkar og pabbar að við verðum að fara á spítaland að hitta lækninn og veistu hvað…? Löggan var líka þarna, okkur fannst það mjög spennandi. Við vissum ekki að við máttum ekki leika með dótið þitt.. alveg satt við vissum það ekki.  Þú hlýtur samt að þurfa að fá plástur því að dótið þitt var beitt og blóðið þitt var á því .

Við sáum svo líka  alveg eins dót og þú átt í spítalandinu  því læknirinn þurfti að taka blóðið úr okkur  með alveg eins dóti. Okkur fannst það smá vont því við erum bara svo litlir.

 Okkur fannst ekki gaman þegar læknirinn sagði að við þurfum að koma aftur og aftur næstu 6 mánuði og láta sprauta okkur með alveg eins dóti því að kannski verðum við veikir eftir að leika með dótið þitt..

Við vitum ekki hverjir stungu sig með dótinu þínu vegna þess að við erum bara svo litlir og við vitum ekki hvað við eigum að segja foreldrum okkar þegar að þau spyrja okkur út í það því við viljum ekki vera skammaðir.

Við höldum samt að þetta var eitur því þetta var í svona sprautu, svona sprautueitur.

Máttu samt leika með svona dót hjá leikvellinum okkar? Veistu ekki að þetta er hættulegt fyrir okkur? Viltu að við verðum veikir?

Kveðja,
sex ungir drengir í Innri Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024