Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Aðsent

Föstudagur 8. nóvember 2002 kl. 11:38

Spenntir frambjóðendur á lokaspretti

Á morgun verður kosið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fjórir Suðurnesjamenn eru í framboði og er ljóst að baráttan verður hörð á milli þeirra um öruggt sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Kjörstaðir á morgun eru opnir frá 9 til 17 og er hægt að kjósa í Sandgerði, Grindavík, Reykjanesbæ og Vogum. Víkurfréttir höfðu samband við frambjóðendur af Suðurnesjum til að heyra í þeim hljóðið á spennandi lokaspretti.Sigríður Jóhannesdóttir ætlar að nota daginn til að leggja lokahönd á skipulagningu kosningabaráttunnar.
„Allt það fólk sem ég hef talað við eru jákvætt. En þetta er hörð barátta og við Suðurnesjamenn eigum það á hættu að fá engan mann héðan í þrjú efstu sætin ef atkvæðin dreifast jafnt. Ég hef fyllstu ástæðu til að vera bjartsýn, en þetta getur farið hvernig sem er.“

Jón Gunnarsson notar daginn í dag til að fara yfir kjörskrá og tryggja sér síðustu atkvæðin eins og hann orðaði það í samtali við Víkurfréttir.
„Ég hef það gott og þetta leggst allt ágætlega í mig. Kjördæmið er nýtt og erfitt að lesa í spilin. En ætla ekki allir að vinna? Ég vona bara að Suðurnesjamenn styðji mig á morgun.“

Unnur G. Kristjánsdóttir ætlar í dag að hringja út og ná í fólk á Suðurlandi en í kvöld er opið hús í Efra-Sandgerði í boði Unnar.
„Ég er bjartsýn og ég er búin að hringja í þúsund manns og það fólk er jákvætt. Ég finn ekkert mikla fyrirstöðu þar sem ég sækist eftir fjórða sæti, en baráttan er sérstaklega hörð um 2. og 3. sætið. Ég er bara bjartsýn og tek því sem ég fæ með miklu gleðiópi.“

Jóhann Geirdal er að kenna fram yfir hádegi í dag, en notar restina af deginum til að leggja lokahönd á ýmislegt.
„Það er bara voðaleg óvissa. Það eru 8 öflugir frambjóðendur sem berjast um fjögur sæti. Ég vonast til að ég verði meðal efstu manna. Hinsvegar þurfa allir frambjóðendur að vera undir allt búnir. Það er ekkert sjálfgefið í þessu. Ég finn góða strauma hérna í kringum, en það er ekkert að marka því maður getur ekki lesið allt kjördæmið. Ég hef lært það af fenginni reynslu að maður má ekki meta allt út frá því sem næst manni stendur. Þess vegna ríður á að menn standi saman svo niðurstaðan valdi ekki vonbrigðum.“
Bílakjarninn
Bílakjarninn