Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Sólseturshátíð í Garði í lok júní
Þriðjudagur 27. maí 2008 kl. 16:01

Sólseturshátíð í Garði í lok júní

Sólseturshátíðin í Garði verður haldin helgina 27.- 29. júní í ár. Þessi skemmtilegi viðburður er nú haldinn í fjórða sinn og nú á 100 ára afmæli Sveitarfélagsins Garðs er stefnt að því að hún verði sérstaklega hátíðleg og vegleg. Á Sólseturshátíðinni hittast íbúar og skemmta sér saman með fjölskyldu, vinum og öðrum gestum, þar sem ungir og aldnir finna afþreyingu og skemmtun við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að hafa hátíðina fjölskylduvæna með áherslu á að börnin skemmti sér við þrautir og þroskandi verkefni. Vönduð tónlist verður í boði bæði á föstudegi sem og laugardegi og einnig verður boðið uppá atriði sem eiga eftir að vekja athygli og koma á óvart.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við óskum eftir því að íbúar Garðs hafi samband við okkur ef þeir hafa hugmyndir að skemmtiatriðum, vilja selja handverk og heimagerða hluti eða hafa löngun til að hjálpa til við að gera þessa hátíð ógleymanlega.

Endanleg dagskrá verður send út um það bil viku fyrir hátíðina og viljum við hvetja alla Garðbúa og aðra gesti til að taka þessa helgi frá og mæta á Garðskaga og skemmta sér og öðrum. Munum að þetta er hátíðin okkar, sýnum að við kunnum að skemmta okkur á heilbrigðan og vandaðan hátt og höfum gaman af því að lifa.

Þeir sem vilja koma að atriðum eða hjálpa til, vinsamlegast hafið samband við Ara og Ágústu, [email protected] eða Ernu, [email protected] fyrir 5. júní.