Sólargeisli í myrkrinu
Tómas Knútsson, kafari lætur sig málefni Reykjanesbrautarinnar miklu varða. Hann er ánægður með borgarafundinn í síðustu viku og segir samstöðu Suðurnesjamanna vera eins og sólargeisla sem lýsir í myrkinu. Hannhvetur fólk jafnframt til að sýna meiri tillitssemi í umferðinni og bæta umferðarmenninguna.
Ágætu Suðurnesjamenn
Sú samstaða sem kom berlega í ljós á borgarafundinum þann 11. janúar sl., var eins og sólargeisli sem lýsir í myrkrinu.
Suðurnesjamenn fengu að vita hvernig málum Reykjanesbrautarinnar verður háttað í framtíðinni. Hún verður tvöfölduð og því fyrr því betra. En þangað til verðum við sem notum Brautina, að vera þolinmóð og aka með tillitssemi. Það er ekki alltaf allt öðrum að kenna þegar eitthvað fer úrskeiðis, slysin gerast nefnilega þegar maður á síst von og skuggarnir sem fylgja sorginni eru margir og langir sem tengjast þessum vegi.
Nú er komið að okkur sem viljum upplifa betri umferðarmenningu á Brautinni, látum vita ef farartæki eru skilin eftir í köntunum svo að það sé hægt að fjarlægja þau. Axlirnar eru stórhættulegar þegar allt í einu birtist farartæki sem jafnvel skagar út á Brautina. Tilkynnum lögreglu ef glannaakstur er á Brautinni, jafnvel þegar bifreiðar fara of hægt. Stuðlum að bættri umferðarmenningu með því að sýna samstöðu eins og kom fram á fundinum.
Styðjum við bakið á þessum frábæra hópi áhugafólks um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, þetta var lofsvert framtak sem á að vera okkur hvatning til að gera betur í dag en í gær. Suðurnesjamenn, til hamingju með þennan merka áfanga um gildi þess að standa saman.
Samstöðukveðja, Tómas J. Knútsson
Ágætu Suðurnesjamenn
Sú samstaða sem kom berlega í ljós á borgarafundinum þann 11. janúar sl., var eins og sólargeisli sem lýsir í myrkrinu.
Suðurnesjamenn fengu að vita hvernig málum Reykjanesbrautarinnar verður háttað í framtíðinni. Hún verður tvöfölduð og því fyrr því betra. En þangað til verðum við sem notum Brautina, að vera þolinmóð og aka með tillitssemi. Það er ekki alltaf allt öðrum að kenna þegar eitthvað fer úrskeiðis, slysin gerast nefnilega þegar maður á síst von og skuggarnir sem fylgja sorginni eru margir og langir sem tengjast þessum vegi.
Nú er komið að okkur sem viljum upplifa betri umferðarmenningu á Brautinni, látum vita ef farartæki eru skilin eftir í köntunum svo að það sé hægt að fjarlægja þau. Axlirnar eru stórhættulegar þegar allt í einu birtist farartæki sem jafnvel skagar út á Brautina. Tilkynnum lögreglu ef glannaakstur er á Brautinni, jafnvel þegar bifreiðar fara of hægt. Stuðlum að bættri umferðarmenningu með því að sýna samstöðu eins og kom fram á fundinum.
Styðjum við bakið á þessum frábæra hópi áhugafólks um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, þetta var lofsvert framtak sem á að vera okkur hvatning til að gera betur í dag en í gær. Suðurnesjamenn, til hamingju með þennan merka áfanga um gildi þess að standa saman.
Samstöðukveðja, Tómas J. Knútsson