Sókn til betra samfélags - flokksstjórnarfundur Samfylkingar haldinn í Reykjanesbæ
Í dag heldur Samfylkingin flokksstjórnarfund í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ en fundir flokksstjórnar eru opnir öllu Samfylkingarfólki. Málefnanefndir flokksins funda í FS um morguninn og boðið verður uppá örnámskeið í hádegishléinu.í notkun á samskiptavefnum Facebook.
Eiginlegur flokkstjórnarfundur hefst síðan kl. 13:00 með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og síðan mun Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra taka til máls.
Að loknum ræðum ráðherrana munu fulltrúar málefnanefnda gera grein fyrir umræðum og ráðherrar sitja fyrir svörum. Fundarstjórar eru Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Suðurnesjamanna.