Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Söfnun til styrktar fjölskyldu Ásu Þorsteinsdóttur
Þriðjudagur 18. maí 2010 kl. 13:13

Söfnun til styrktar fjölskyldu Ásu Þorsteinsdóttur

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur í Sparisjóði Keflavíkur í Garði til styrktar fjölskyldu Ásu Þorsteinsdóttur sem lenti í hörmulegu bílslysi þann 24. apríl síðastliðinn. Hún liggur mikið slösuð á spítala en er á batavegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmið söfnunarinnar er að styrkja fjölskylduna vegna tekjutaps sem þau hafa og munu verða fyrir. Mjög erfiðir tímar eru framundan hjá sex manna fjölskyldunni og ferðirnar margar á milli Garðs og Reykjavíkur.

Eru allir hvattir til þess að leggja sitt af mörkum til að auðvelda fjölskyldunni lífið. Númer reikningsins er: 1192-05-410100 kt. 130264-2989.

F.h. stuðningshóps,

Ágústa Ásgeirsdóttir
Elísabet Ó Sigurðardóttir
Sigríður Andradóttir