Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Snarpar umræður um bæjarhlið
Miðvikudagur 3. mars 2004 kl. 14:08

Snarpar umræður um bæjarhlið

Í umræðum um bæjarhliðið svokallaða sem fram fór í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sl. þriðjudag sagði Ólafur Thordersen bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar að hann teldi að staðið hefði verið ólöglega að verki við uppsetningu hliðsins. Sagði Ólafur að ekki hefði verið farið eftir byggingareglugerðum og vinnubrögðin í málinu væru Reykjanesbæ til skammar.
Guðbrandur Einarsson tók einnig til máls og spurðist fyrir um kostnað við uppsetningu hliðsins, en á síðasta bæjarstjórnarfundi bókuðu fulltrúar minnihlutans að þeir áskildu sér rétt til að ræða kostnað við uppsetningu hliðsins í kjölfar fyrirspurnar sem þeir sendu bæjarstjóra.

VF-ljósmynd/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024