Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Slys gerast fyrirvaralaust
Mánudagur 21. nóvember 2011 kl. 09:33

Slys gerast fyrirvaralaust

Vegna slysins á Siglufirði um daginn þar sem þrjár telpur hlupu afturfyrir rútu með hörmulegum afleiðingum vil ég votta aðstandendum, rútubílstjóranum og bílstjóranum samúð mína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það er mikið áfall að lenda í svona uppákomu. Slysinn gera ekki boð á undan sér. Ég var skólabílstjóri síðustu mánuðina á Vellinum sem herinn var hér. Börnin fengu ekki að fara úr bílnum nema foreldrar væru til að taka á móti þeim. Mér fannst þetta full langt gengið en svona vildu þeir hafa þetta.


Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er sú að ég var að aka uppi á Velli og kom að kyrrstæðum strætó sem var að hleypa út nokkrum börnum og viti menn, ein stúlkan hljóp aftur fyrir vagninn og í veg fyrir mig og mátti engu muna að jólin væru ónýt fyrir mér og mörgum öðrum.


Vil ég að foreldrar og kennarar brýni fyrir börnum sínum að bíða þar til vagninn er farinn áður en þotið er af stað. Það er mikil vægt að kenna börnum að umgangast svona bíla því þótt bílstjórinn sé góður og allur af vilja gerður, getur hann ekki verið allstaðar. Það getur ekki verið mikið mál fyrir foreldra að fara einn rúnt með börnum sínum og sýna þeim hvað á að varast. Þau eru nú einu sinni gullin ykkar.


Pétur H. Skaptason.