Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Aðsent

Slökkviliðsmenn í forvarnarátaki: Seldu tugi slökkvitækja, reyk-og gasskynjara
Laugardagur 16. desember 2006 kl. 23:10

Slökkviliðsmenn í forvarnarátaki: Seldu tugi slökkvitækja, reyk-og gasskynjara

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja hafa fengið góðar móttökur íbúa á svæðinu í mikilvægu forvarnarstarfi undanfarna daga.  Átakið, sem er skipulagt af og unnið í þágu Félags Starfsmanna Brunavarna Suðurnesja, hefur byggt á því að ná til sem flestra sem á ferð eru nú fyrir jólin með það að markmið að auka öryggi heimilanna.  Slökkviliðsmenn heimsóttu byggðarlög á útkallssvæði BS þ.e. í Garði, Reykjanesbæ og  Vogum seldu vörur og buðu fræðslu í brunavörum m.a. notkun og virkni eldvarnateppa, slökkvitækja, reyk- og gasskynjara; að auki er boðin uppsetning seldra vara s.s. endurnýjun rafhlaða og uppsetning reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarteppa.  (sjá nánar á bs.is)

Nú eru síðustu forvöð að  nýta sér þetta frábæra tilboð og framtak. Verðum í Jólalandi á Fitjum og á morgunn, sunnudag.  Endilega komið við og kynnið ykkur málin, við tökum vel á móti ykkur. 

Bestu þakkir fyrir góðar viðtökur.  Suðurnesjamenn sameinumst um að eiga “eldtraust”, slysalaus og umfram allt tryggjum okkur gleðileg jól!

bestu þakkir fh. FSBS, Sigmundur Eyþórsson.
Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25