Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Slæm umgengni í nágrenni Háabjalla
Föstudagur 5. mars 2004 kl. 11:26

Slæm umgengni í nágrenni Háabjalla

Ég átti leið út í Grindavíkurhraun milli Snorrastaðatjarna og Seltjarnar fimmtudaginn 4. mars. Þetta svæði sem ég fór um var notað sem náma fyrir þó nokkrum árum síðan og er allt að gróa upp, reyndar hálf asnalegt að sjá stórt slétt svæði í hrauninu en mosinn er allur að koma til. Það sem við mér blasti var ótrúlegt rusl og drasl. Ryðgaðar olíutunnur, fúasprek, gamlir fiskihjallar, o.fl o.fl.
Mér finnst að þetta svæði sé þess eðlis að það verði að hreinsa það, stutt í útivistarsvæðið við Snorrastaðatjarnir og Háabjalla og fleiri ágætis svæði sem hægt er að dunda sér við dagpart eða lengur.
Þetta er ekki sú umgengni sem við viljum skilja eftir handa afkomendum okkar.
Það hefur víða verið mikið átak í hreinsun umhverfisins og er það vel, en þessi blettur hefur verið skilinn eftir og úr því þarf að bæta.

Helgi V V Biering

Ljósmyndir/Helgi Biering

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024