Skýr leiðarvísir um menntabrautina
 Mennt er máttur, það vita allir en ungt fólk getur orðið ansi áttavillt þegar kemur að því að velja sér námsleið þar sem valmöguleikarnir í dag eru fjölmargir. Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóra MOA hefur verið falið að láta úbúa veggspjöld, sem sýna hvaða leiðir þarf að fara í gegnum skólakerfið að ákveðnu mark, s.s. iðnmenntun og háskólamenntun.
Mennt er máttur, það vita allir en ungt fólk getur orðið ansi áttavillt þegar kemur að því að velja sér námsleið þar sem valmöguleikarnir í dag eru fjölmargir. Ólafi Kjartanssyni, framkvæmdastjóra MOA hefur verið falið að láta úbúa veggspjöld, sem sýna hvaða leiðir þarf að fara í gegnum skólakerfið að ákveðnu mark, s.s. iðnmenntun og háskólamenntun. Kjartan Már Kjartansson (B) lagði fram þessa tillögu á fundi Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjars í síðustu viku. Spjöldin verða sett upp í grunnskólum og eiga að vera einföld og auðskiljanleg og vinnast í samráði við Skólaskrifstofu, námsráðgjafa og fleiri aðila.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				