Skýr framtíðarsýn með ábyrgri stefnu

Þetta eru kjörorð okkar í Lista Grindvíkinga. Það er ekki að ástæðulausu sem við setjum þau fram því þau fanga sýn okkar um hvert skuli stefna í Grindavík. Við ætlum að fara í heildstæða stefnumótun og skapa skýra framtíðarsýn í öllum málaflokkum. Að okkar mati er slíkt nauðsynlegt svo framtíðarstjórnendur, bæjarfulltrúar og forstöðumenn bæjarins viti hvernig við sjáum fyrir okkur þjónustuna og ramma hvers málaflokks til lengri tíma. Fjármálin eru ofarlega á baugi hjá okkur enda eru þau grunnur þess að geta veitt góða þjónustu, án þess að álögur á íbúa séu of miklar. Stefna okkar fyrir komandi kosningar er metnaðarfull og unnin á breiðum grunni. Hver málaflokkur er okkur mikilvægur og það sést í ábyrgri stefnu G-listans.

G-listinn hefur sýnt það undanfarin tvö kjörtímabil að hann er traustsins verður. Við hvetjum þig til að kynna þér okkar fólk og málefni á vefsíðu okkarhttp://www.glistinn.is

Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson
2. sæti á Lista Grindvíkinga