Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 2. maí 2006 kl. 13:12

Skynsamlegt að Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli taki yfir rekstur flugbrautanna

Með brotthvarfi Varnarliðsins er ljóst að breytingar verða á rekstri Keflavíkurflugvallar. Varnarliðið hefur nú þegar sagt upp öllum íslenskum starfsmönnum sínum. Meðal starfsmanna sem hefur verið sagt upp er starfsmenn sem eru nauðsynlegir til að halda flugbrautunum í gangi og þar með okkar eina eiginlega alþjóðaflugvelli opnum. Það er því ljóst að íslensk stjórnvöld þurfa að taka yfir flugtengda starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Brýnt er að tryggja áframhaldandi rekstur Keflavíkurflugvallar og er tíminn lykilatriði hvað þetta varðar. Því er mikilvægt að bregðast hratt við og eyða því óvissu ástandi sem nú ríkir um rekstur flugvallarins. Lykilstarfsfólk má ekki hverfa á brott, nauðsynlegt er að bjóða þessu fólki vinnu sem allra fyrst. Til að tryggja rekstrarhæfni flugbrautanna tel ég skynsamlegt að Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli taki yfir resktur flugbrautanna hið fyrsta, þ.m.t. slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli og rafeindavirkjar.

Eysteinn Jónsson
Skipar 2. sætið á A-listanum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024