Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Skyldi ráðherrann vita af þessu?
Föstudagur 21. júní 2013 kl. 11:14

Skyldi ráðherrann vita af þessu?

??Það hlýtur að teljast saga til næsta bæjar þegar forstjóri HS Orku stígur fram og lýsir því yfir að að fyrirtækið hafi áhuga á að snúa sér að öðru en orkusölu til álvers í Helguvík. 

Mér vitanlega verður ekki byggt neitt álver þar nema að HS Orka komi þar að. Það hlýtur einnig að skjóta skökku við að þessi sami forstjóri láti hafa það eftir sér að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að byggja álver með reglulegu millibili. Skyldu samflokksmenn hans sem nú ráða ríkjum vera honum sammála? Hvað skyldi nýr iðnaðarráðherra segja um þetta?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðasta kjörtímabili hélt hún því fram að það væri eingöngu illgjörnum stjórnvöldum um að kenna að álver væri ekki risið í Helguvík. ??Hverjum skyldi hún kenna um núna? Það skyldi þó ekki vera að ráðamenn í Reykjanesbæ hafi skotið sig svo illilega í fótinn þegar þeir í krafti meirihlutaræðis seldu frá sér hitaveituna á sínum tíma?

Þeir munu að sjálfsögðu aldrei viðurkenna það en auðvitað er það öllum ljóst að þar með töpuðu menn yfirráðum yfir orkuöfluninni og þeir geta engum öðrum um kennt nema sjálfum sér að ekki er fyrirséð að álver sé á leiðinni. En hvað svo með önnur fyrirtæki sem eiga að rísa í Helguvík? Hvað með kísilmálmverksmiðjuna umtöluðu. Mínir heimildarmenn segja mér að búið sé að slá það verkefni af.

Hvenær verður það gert opinbert?"

Guðbrandur Einarsson.