Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 1. maí 1999 kl. 20:18

SKUTLUM UPP HÚSI Í HVELLI

Hrafnkelssaga Heil og sæl enn og aftur og gleðilegt sumar. Pistill dagsins er reyndar skrifaður á síðasta vetrardag en ætti ekki að koma að sök.Vér brottfluttir reynum af megni að fylgjast með því sem hæst ber á Suðurnesjum og treystum þá á Víkurfréttir og sjónvarpið, því sjaldan er nokkuð í „stóru blöðunum“ frá Suðurnesjum. Það að Suðurnesjaliðin bítist um titlana í karlakörfunni eru að sjálfsögðu engar fréttir og fannst pistlahöfundi það lítt undarlegt. Athygli mín var aftur á móti fönguð af fréttum um fjölnota íþróttahús sem reist skildi. Reyndar hélt ég að öll íþróttahús væru fjölnota nema þá helst sundlaugar,en hvað veit ég svo sem?. Gárungarnir kalla þetta að vísu fjölnota fótboltavöll, en það er önnur saga. Mér brá alveg svakalega þegar ég heyrði fyrst af þessu, það var svoddan kosningabragur á ákvörðuninni, að ég hélt augnablik að aftur væru komnar bæjarstjórnarkosningar. Vissi heldur ekki betur, en að bærinn væri algerlega á kúpunni og mætti síst við meiri skuldum. Auðvitað skildi ég svo að margumtalað góðæri væri loksins komið suður og um að gera að eyða gróðanum strax áður en einhverjum dytti einhver vitleysa í hug eins og að minnka skuldir. Minnihlutinn æsti sig ógurlega og taldi meirihlutann illa bilaðann að gera svona, en auðvitað var það mest öfund. Hvaða fjölnot hægt er að hafa af grasvellinum að vetrinum veit ég ekki, en sting uppá að rollubændur í Grindavík fái þarna vetrarhaga fyrir sitt fé, það minnkar einnig sláttukostnað og áburðargjöf. Hvað sem öðru líður þá verður liðin tíð að grasið sé grænna annars staðar, eða eins og meirihlutinn kvað meðan minnihlutinn gnísti tönnum; þó kratarnir skoltunum skelli við skutlum upp húsi í hvelli því grasið er grænna og geldféð allt vænna á fjölnota fótboltavelli. Hafi einhverjum dottið í hug að ég þyrði að minnast aftur á Heilbrigðisstofnunina þá er það misskilningur. Hafi ég eitthvað lært af skrifum mínum þá er það, að sú stofnun er hafin yfir alla gagnrýni. Hvað er sjónvarpið líka að gera það að frétt að stór hluti eldri borgara á Suðurnesjum sé óánægður með þjónustuna. Skiptir engu máli þó annars staðar séu vel yfir 90% ánægðir með sína. Gamla fólkið suðurfrá kann bara ekki gott að meta. Lækningaforstjóri svaraði þessu líka snarlega og snöfurmannlega í sjónvarpinu. Upplýstist þar að fjöldi lækna streymir nú til landsins frá hinum ýmsu löndum til þess að fá að vinna á HSS. þeir eru hver öðrum efnilegri, betur menntaðri og allir undir fertugu. Þetta síðasta var ég ekki alveg tilbúinn til að telja kost, enda sjálfur löngu skriðinn yfir fertugt. Einnig upplýstist að ekki væri það launin sem seiddu þá til starfa heldur vinnuumhverfið. Bravó! Mikið var nú líka dásamlegt að það skyldu vera til lausar stöður handa þessu ágæta fólki. Svona í alvöru þá hef ég fregnað að þeir tveir sem mættir eru til starfa á HSS séu hinir bestu menn og samstarfsfólk bindi miklar vonir við þessa nýliðun. Þrátt fyrir að mér hafi ekki orðið að ósk minni um að menn nytu krafta Jóns Ben. sem lengst á HSS (Hann er eins og menn vita farinn á Seltjarnarnes), þá leyfi ég mér að óska þess, að þessir nýju menn verði lyftistöng fyrir HSS og menn beri gæfu til að njóta þjónustu þeirra sem lengst. Með sumarkveðju Hrafnkell
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024