Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skurðstofur sjúkrahússins verði leigðar út
Þriðjudagur 2. nóvember 2010 kl. 10:52

Skurðstofur sjúkrahússins verði leigðar út


Það er skoðun okkar hollvina og Konráðs Lúðvíksonar læknis að hægt sé að koma í veg fyrir að fæðingar og skurðlæknaþjónusta hér á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði áfran í Reykjavík ef stjórnendur HSS og ráðuneytið vinni saman af heilum hug í málinu.
Hollvinir og Konráð Lúðviksson læknir áttum fund með heilbrigðisráðherra Álfheiði Ingadóttir í vor þar sem við kynntum hugmyndir okkar um lausn sem gæti tryggt áfram þjónunstuna á HSS. Þar segir meðal annars:
,,Að heilbrigðisráðherra veiti leyfi til að nýta umfram rými á skurðstofu til útleigu enda sé tryggt að allur ágóði renni óskertur til HSS til að standa straum af þeirri lágmarks skurðþjónustu sem starfrækt væri samtímis í þágu íbúa Suðurnesja. Hér skal undirstrikað að um er að ræða leigutekjur sem renna óskertar til HSS”.
Ráðherra lét í framhaldi af þessari beiðni reikna út hver áætlaður kostnaður væri af rekstri skurðstofunar, miða við þá starfsemi sem verið hefur og liggur sú áætlun fyrir.
Einnig fengum við upplýsingar frá starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins að þeirra túlkun væri að næsts skef varðandi umsókn um þetta form á reksti væri í höndum famkvæmdarstjórnar HSS. Framkvæmdarstjórnin hefur hins vegar tekið þá afstöðu að þær umsóknir sem berast um leigu á skurðstofu skuli beint til heilbrigðisráðneytisins.

Hollvinir telja að það verði að fá niðurstöðu í þetta aðkallandi mál. Við heitum á heilbrigðisráðherra Guðbjart Hannesson og fram¬kvæmda¬stjórn HSS að leysa þetta brýna mál hið bráðasta. Fæðandi konur á Suðurnesjum og aðrir íbúar eiga fyllsta öryggis í heilbrigðismálum skilið.
Þetta er rifjað upp núna að gefnu tilefni og vegna þess sem fram kom á fundinum um atvinnumál í Stapa 28. október en þar mátti skilja á viðbrögðum nokkra fundarmanna að við undirrituð værum andvíg útlegu á skurðstofum. Eins og rakið er hér að framan höfum við lagt til og munum leggja áherslu á að skurðstofurnar verði leigðar út ef það gæti orðið til þess að þjónustan verði áfram hér á Suðurnesjum..

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eyjólfur Eysteinsson
Sólveig Þórðardóttir