Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Skurðdeild virk á dagvinnutíma !
Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 14:04

Skurðdeild virk á dagvinnutíma !

Á Suðurnesjum hefur íbúafjölda vaxið fiskur um hrygg. Í Reykjanesbæ eingöngu, hafa tæp 2000 ný íbúðarhúsnæði hafa verið byggð á umliðnu ári eða eru í byggingu þegar þessi orð eru hripuð niður. Nærþjónusta sveitarfélaga við íbúa sína hefur stóraukist á öllu svæðinu og ekkert lát virðist vera á vinsældum svæðisins. Það er þekkt staðreynd að sveitarfélög standa í mikilli samkeppni gagnvart fólksfækkun- eða hækkun. Þrátt fyrir þá miklu raun sem brotthvarf varnarliðsins setti á herðar sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa þau öll brugðist rétt við. Af frumkvæði og skynsamlegri framtíðarsýn hafa kjörnir fulltrúar á svæðinu staðið sig með mikilli prýði. Skólamál, æskulýðsstörf, þjónusta við eldri borgara og barnafjölskyldur er betri en annars staðar þekkist á landinu.

Hver er framtíðarsýn heilbrigðisráðherra ?

Nýverið svaraði heilbrigðisráðherra fyrirspurn frá alþingismanninum Jóni Gunnarssyni um hvort unnt verði að starfrækja sólarhringsbráðavakt á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á næsta ári. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að hún telji eðlilegt að sjá hvernig starfsemin fer af stað í nýju umhverfi áður en vöktum verður fjölgað. Einnig svarar ráðherra því til að hafa verði sérstaklega í huga að tíðni útkalla sé frekar lág og að akstursleið sé stutt til mjög öflugrar skurðstofu á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi og að akstursleiðin þangað hafi verið stórlega bætt með tvöföldun Reykjanesbrautar. Svar ráðherra er óviðunandi að mínu mati.

Þekkingarleysi

Svar ráðherra er einnig vitnisburður um algjört þekkingarleysi á þeirri þróun sem ég hef getið um hér fyrr hér í pistlinum. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er að finna þriðju stærstu fæðingardeild landsins. Þá er um þessar mundir mikil sókn hjá barnafjölskyldum inn á svæðið. Eitt verður ráðuneytið og ráðherra að skilja sem er að markaðssetning á stofnunni sem slíkri er ógerleg á meðan þjónustan er óstöðug vegna takmarkaðs opnunartíma á skurðdeildinni. Án efa gæti stofnunin létt verulega af Landsspítala Háskólasjúkrahús ef þjónustan væri eðlileg. Nýting á húsnæði hlýtur að skipta máli í þessum geira sem öðrum. Svar ráðherra veldur mér ákaflega miklum vonbrigðum. Í svari sínu hallar hún sér að breytingum á Reykjanesbrautinni. Ég spyr á að loka sólarhringsvöktun á skurðdeildinni á Akranesi vegna hinna nýtilkomnu Hvalfjarðargangna ? Auðvitað ekki.

Óstapil þjónusta fyrir 18-19.000 manns

Það lýsir ekki skynsamlegri framtíðarsýn að bjóða upp á óstapila þjónustu fyrir 18 -19.000 íbúa eins og raun ber vitni. Ekki bætir úr skák að íbúafjöldinn fer vaxandi á svæðinu. Ég sem þingmaður á Alþingi Íslendinga skora á ráðherra heilbrigðismála, Siv Friðleifsdóttur, að endurskoða málið í heild sinni og taka tillit til þeirra þúsunda sem krefjast breytinga. Þó svo skurðdeildin sé opin 2-3 nætur á viku vegna gangsetninga og vöktunar á barnshafandi konum – þá verður aldrei viðunandi að slegið sé á lás að kveldi annarra daga vikunnar. Bráðatilfelli og veikindi spyrja ekki um tíma né vikudag. Á tiltölulega stuttum tíma hafa 5 bráðatilvik sem krefjast viðbragða innan 20 mínútna átt sér stað á Suðurnesjum. Breytingar til fullnægjandi þjónustu munu kosta okkur örfáa tugi milljóna króna árlega.

Þakka þeim sem lásu
Gunnar Örn Örlygsson
Alþingismaður – Reykjanesbæ 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024