Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skúli opnar heimasíðu, skuli.is og sækist eftir 1. sæti
Sunnudagur 22. febrúar 2009 kl. 14:22

Skúli opnar heimasíðu, skuli.is og sækist eftir 1. sæti

Nýja Ísland – endurreisn í þágu venjulegs fólks er yfirskrift á bæklingi Skúla Thoroddsen, sem sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjörinu 7. mars nk. ,,Það þarf að taka til hendi á Íslandi og hefja stórfellt endurreisnarstarf. Viðreisnin verður að grundvallast á sjónarmiðum jöfnuðar og félagshyggju og uppgjöri við öfgafrjálshyggju síðustu ára. Til þeirra verka þarf að velja fólk með víðtæka þekkingu og fjölbreytta reynslu. Fólk með kjark og áræði og skýra framtíðarsýn,” sagði Skúli Thoroddsen þegar hann kynnit framboð sitt á Víkinni á föstudaginn var.

Skúli opnaði um leið heimasíðu sína www.skuli.is þar sem hann gerir grein fyrir framboði sínu og áherslum. Hann hvetur fólk til að skoða síðuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024