Skúli býður sig fram í 1.-2. sætið hjá Samfylkingu í Suðurkjördæmi
Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. eða 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Skúli mun kynna framboð sitt á Víkinni, húsi verkalýðsfélagsins að Hafnargötu 80, Keflavík, á morgun föstudaginn 20. febrúar kl. 17:00. Þar mun hann gera grein fyrir ástæðum framboðsins og megin stefnumálum. Allir eru hjartanlega velkomnir.