Skuldaviðmið lækkar
Á síðasta fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 21. janúar voru samþykkt kaup á fasteignum sem verið hafa í eigu Fasteignar hf. og hafa verið nýtt undir starfsemi sem ekki hefur verið flokkuð sem lögbundin starfsemi sveitarfélaga.
Helstu eignirnar eru:
Hljómahöllin, Íþróttaakademían, golfskálinn, Hjómahöllin og 88-húsið og er kaupverð þessara eigna tæpir þrír milljarðar króna.
Þessi aðgerð í ágætu samræmi við það samkomulag sem gert var við kröfuhafa á sínum tíma og mun hafa verulega jákvæð áhrif á stöðu Reykjanesbæjar.
Leiguskuldbindingar lækka
Við þetta munu leiguskuldbindingar bæjarsjóðs Reykjanesbæjar lækka og það mun hafa bein áhrif á skuldaviðmið sem mikið er rætt um og ræður miklu um fjárhagslegt sjálfræði sveitarfélagsins.
Má reikna með að skuldaviðmiðið lækki um allt að 10% í samstæðureikningi og15% hjá bæjarsjóði.
Skuldaviðmið samstæðu var 137% um síðustu áramót og þessi 10% lækkun mun öll hafa áhrif á skuldaviðmiðið til lækkunar. Þá var rekstur Reykjanesbæjar á ágætu samræmi við áætlanir á árinu og því getum við átt von á því að að sjá talsverða lækkun á skuldaviðmiði í ársreikningi fyrir árið 2019 sem lagður verður fram á vordögum.
Guðbrandur Einarsson,
oddviti Beinnar leiðar.