Skrautlegum skóm stolið í kreppunni
Skrautlegum Reebok skóm var stolið í Myllubakkaskóla nú í vikunni. Tvo daga í röð voru teknir skór sem kosta á annan tug þúsunda parið. Meðfylgjandi tilkynning barst til VIkurfrétta með ákalli til þeirra sem hafa skóna.
Foreldrar í Reykjanesbæ! Svona skóm var stolið í gær, (þessir með doppunum) og svona í fyrradag (þessir með silfurmynstrinu) í Myllubakkaskóla. Þeir eru númer 38 og 39. Þessir skór eru vinsælir hjá unglingunum í dag, og biðjum við ykkur vinsamlegast að kanna hvort barnið ykkar sé með svona skó sem það á ekki, og koma skónum i Myllubakkaskóla við fyrsta tækifæri.