Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skráning í skátastarfið – Grillveisla í skátahúsinu
Laugardagur 26. ágúst 2006 kl. 16:12

Skráning í skátastarfið – Grillveisla í skátahúsinu

Skátafélagið Heiðabúar verður með skráningu í skátastarfið hjá sér um um helgina og næstu daga. Skráning verður fyrst og fremst rafræn og er hægt að kíkja á glænýja heimasíðu skátafélagsins www.skatafelag.is og ganga frá skráningu þar.

Einnig er hægt að hringja í skátafélagið í síma 860 4470 og verður tekið við skráningu í gegnum símann.

Í dag, laugardaginn 26. ágúst, verður skátafélagið með heljarinnar veislu í skátahúsi félagsins að Hringbraut 101. Við ætlum að grilla pulsur og skemmta okkur saman, förum meðal annars í kassaklifur. Við ætlum líka að skrá í skátastarfið á laugardeginum og verður skátahúsið opið á milli 14:00 og 17:00 og við bjóðum alla Suðurnesjabúa velkomna og hvetjum við gamla félaga og velunnara til að kíkja við.

Reglubundir skátafundir hefjast síðan í næstu viku og verða þeir kynntir á tilkynningartölfum skólana og eins á heimasíðu félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024