Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skötumessan er á miðvikudag
Mánudagur 17. júlí 2017 kl. 09:07

Skötumessan er á miðvikudag

Það eru aðeins þrír dagar í 11. Skötumessuna í Garðinum. Þessi góðgerðarskemmtun á Þorláksmessu að sumri hefur hitt rækilega í mark í tvennum skilningi. Fólki finnst það góður siður að gleðjast saman yfir skötu að sumri til og minnast þess að 20. júlí árið 1237 var Þorláksmessa að sumri lögleidd á Íslandi og við borðum saman til til góðs. Allur hagnaður af Skötumessunni rennur til góðra málefna. Að þessu sinni styðjum við krabbameinsjúk börn á Suðurnesjum, skynörvunarherbergi við Öspina í Njarðvíkurskóla, starfsemi eldri borgara á Ásbrú, Skátana í Keflavík, Íþróttafélag fatlaðra NES og Velferðasjóð Keflavíkurkirkju
 
Það er er glæsileg skemmtidagskrá og að venju byrja Dói og Baldvin stemninguna með harmonikuspili og söng, þá stígur Páll Rúnar Pálsson á svið, Óskar Ívarsson og Davíð Guðmundsson, þá bræðurnir Helgi og Hermann Ingi og hljómsveitin Gullkistan, en hana skipa Ásgeir Óskarsson úr Stuðmönnum, Jón Ólafsson Pelican, Óttar Felix Hauksson Pops og Gunnar Þórðarson úr Hljómum og ræðumaður kvöldsins er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri.  Í lok dagskrárinnar eru styrkirnir afhentur svo allir viðstaddir eru þátttakendur í stuðningi við samfélagið alla leið.
 
Nú er lokaspretturinn á bókunum á Skötumessuna og til að létta okkur störfin við miðasölu má leggja inn 4000 kr. fyrir hvern miða inn á reikning Skötumessunnar, 0142-05-70506 og kt. 580711-0650.
 
Við hvetjum fólk til að skrá sig og mæta til að styðja við bakið á góðum málum í samfélaginu. En Skötumessan er áhugafélag okkar allra um velferð fatlaðra og sjúkra.
 
Helstu styrktaraðilar Skötumessunnar eru; Skólamatur, Icelandair Cargo, Sv. Garður, Fiskmarkaður Suðurnesja og Brim.
 
f.h. Skötumessunnar í Garði,
Ásmundur Friðriksson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024