Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skömmin er ykkar
Fimmtudagur 4. júlí 2013 kl. 12:55

Skömmin er ykkar

Mig setti hljóðan eftir að hafa lesið yfirlýsingu frá foreldrum í sunddeild ÍRB. Er það virkilega svo fyrir okkur komið að það sé í lagi að leggja fólk og börn í einelti og láta þolendum líða illa svo framanlega að við getum státað okkur af því að hinir vinni til verðlauna. Þetta er einhvað það lákúrulegasta sem ég hef lesið. Í stað þess að vinna að lausn málsins þá er safnað í lið og enn fastar í kviðinn sparkað og það af fólki sem maður hafði haldið að væri fullþroskað, allavega virðist þessi elíta halda að það sé yfir aðra hafið.

Einnig er vert að benda Erlu Sigurjónsdóttur, landliðskonu í sundi, á að sá einstaklingur sem málið varðar elskar einnig að synda og æfa en málið snýst ekki um það. Ég verð í framhaldi af þessu að senda spurningu á forvígismenn íþróttamála í Reykjanesbæ og beini sérstaklega orðum mínum að Einari Haraldssyni  formanni Keflavíkur, Íþrótta- og Ungmennfélags, og Jóhanni Magnússyni formanni ÍRB. Er það stefna þessara félaga að afgreiða eineltismál með þöggun og múgæsingu? Ekki held ég að það sé gott til afspurnar fyrir fyrirmyndafélög innan ÍSÍ og UMFÍ að svo sé.

Einnig vil ég spyrja Gylfa Jón framkvæmdastjóra fræðslusviðs og Árna Sigfússon bæjarstjóra hvort þetta sé vinnuregla fyrir grunnskóla bæjarins þegar kemur að eineltis málum og málum varðandi kynferðiofbeldi. Ég spyr ykkur þar sem í forsvari í ÍRB eru skólastjórnendur og kennarar. Ég hvet fólk til að setjast niður og vinna á faglegan máta að lausn þessara mála það er ekki ásættanlegt að fólk hagi sér með þessum hætti né að þolendur þurfi að þola svona hegðun eins og hún hefur birts okkur bæði á síðum VF.is svo og á vinnustöðum.

Jóhann Sævar Kristbergsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024