Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 11. desember 2001 kl. 00:57

Skólastjóraumsóknum í Garði vísað til skólanefndar

Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur samþykkt að senda umsóknir um stöður skólastjórnenda við Gerðaskóla til umsagnar skólanefndar Gerðahrepps. Sem kunnugt er af fréttum þá sögðu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í Gerðaskóla upp störfum af kjaraástæðum. í Kjölfarið auglýsti hreppsnefnd Gerðahrepps störf þeirra laus til umsóknar.Á hreppsnefndarfundi fyrir síðustu helgi kynnti sveitarstjóri umsóknir sem hafa  borist. Fjórar umsóknir um stöðu skólastjóra liggja fyrir. Einn umsækjandi tekur fram að til vara sæki hann um stöðu aðstoðarskólastjóra.
Viggó Benediktsson, fulltrúi I-lista óháðra borgara lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Hreppsnefnd samþykkir, að leitað verði leiða til að ná samkomulagi við skólastjórnendur, um að fresta uppsögnum sínum þar til skólaári lýkur. Jafnframt samþykkir hreppsnefnd að ef ekki verði tekið á málinu af hálfu samningsaðila þ.e. Launanefnd Sveitarfélaga og Skólastjórafélagsins, fyrir næsta skólaár, muni launamál skólastjórnenda verða skoðuð á þeim forsendum sem þá verða uppi“.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum, tveir sátu hjá og einn greiddi tillögunni atkvæði.
Hreppsnefnd samþykkti hins vegar  samhljóða að senda umsóknir um stöður skóastjóra til umsagagnar skólanefndar Gerðahrepps.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024