Skólarnir byrja
Á þessum árstíma er margt fólk að endurskipuleggja sitt daglega líf sérstaklega með tilliti til þess að nú eru skólarnir að byrja. Sumir nemendur eru að færast milli skólastiga t.d. frá leikskóla yfir í grunnskóla eða frá grunnskóla yfir í framhaldsskóla, eru að hefja háskólanám eða að byrja á leikskóla. Margir eru á þessu hausti að fóta sig í nýju íbúðahverfi eða nýju húsnæði á öðru svæði en þeir eru vanir.
Flest sveitafélög hafa fyrirhyggju hvað þessar þjóðlífsbreytingar varðar og er þá aðallega verið að huga að öryggi barna í umferðinni og vegfarendur beðnir að taka tillit til aðstæðna en það er að ýmsu fleiru að hyggja.
Starfsemi foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum landsins liggur að mestu niðri yfir hásumarið en strax eftir verslunarmannahelgi er hafist handa við undirbúning hauststarfsins. Þá eru foreldrar nýrra nemenda boðnir velkomnir í foreldrafélögin og bekkjarfulltrúar taka til starfa. Yfirleitt eru bekkjarfulltrúar kosnir á námskynningum á haustin en margir skólar halda nú aðalfundi á vorin og hafa skipulagt að vori upphaf skólans hvað foreldrasamstarfið varðar.
Foreldraráð sem starfa skv. lögum með skólastjórum yfirfara skólanámskrár, stundatöflur og huga að viðurværi og velferð barna í grunnskólum s.s. öryggi skólabarna sem gott er að huga að einmitt við upphaf skólans og laga það sem betur má fara.
Umsjónarkennarar eru með viðtalstíma sem oftast er getið um í stundaskrá nemenda og skóladagatal og innkaupalist er oft hægt að sjá á heimsíðum skóla jafnvel fyrir skólasetningu. Auk þess starfa skólahjúkrunarfræðingar og námsráðgjafar innan skólanna og geta foreldrar leitað til þeirra á auglýstum viðtalstímum.
Heimili og skóli, landssamtök foreldra beina þeim tilmælum til foreldra að huga vel að börnum sínum sem mörg hver hafa byggt upp væntingar eða kannski kvíða. Samtökin vilja einnig hvetja foreldra til að taka virkan þátt í foreldrasamstarfi. Rannsóknir sýna að mikill ávinningur er af þátttöku foreldra í skólastarfi og góðri samvinnu heimila og skóla. Milli þessara aðila þarf að ríkja trúnaður og jákvætt viðmót. Samtökin hvetja foreldra til að leita sér upplýsinga um hvaðeina er varðar skólagöngu barnsins hjá starfsfólki skóla, hjá fræðsluyfirvöldum sveitarfélaganna eða á heimasíðu samtakanna.
www.heimiliogskoli.is.
Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heimili og skóli - landssamtök foreldra.
Flest sveitafélög hafa fyrirhyggju hvað þessar þjóðlífsbreytingar varðar og er þá aðallega verið að huga að öryggi barna í umferðinni og vegfarendur beðnir að taka tillit til aðstæðna en það er að ýmsu fleiru að hyggja.
Starfsemi foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum landsins liggur að mestu niðri yfir hásumarið en strax eftir verslunarmannahelgi er hafist handa við undirbúning hauststarfsins. Þá eru foreldrar nýrra nemenda boðnir velkomnir í foreldrafélögin og bekkjarfulltrúar taka til starfa. Yfirleitt eru bekkjarfulltrúar kosnir á námskynningum á haustin en margir skólar halda nú aðalfundi á vorin og hafa skipulagt að vori upphaf skólans hvað foreldrasamstarfið varðar.
Foreldraráð sem starfa skv. lögum með skólastjórum yfirfara skólanámskrár, stundatöflur og huga að viðurværi og velferð barna í grunnskólum s.s. öryggi skólabarna sem gott er að huga að einmitt við upphaf skólans og laga það sem betur má fara.
Umsjónarkennarar eru með viðtalstíma sem oftast er getið um í stundaskrá nemenda og skóladagatal og innkaupalist er oft hægt að sjá á heimsíðum skóla jafnvel fyrir skólasetningu. Auk þess starfa skólahjúkrunarfræðingar og námsráðgjafar innan skólanna og geta foreldrar leitað til þeirra á auglýstum viðtalstímum.
Heimili og skóli, landssamtök foreldra beina þeim tilmælum til foreldra að huga vel að börnum sínum sem mörg hver hafa byggt upp væntingar eða kannski kvíða. Samtökin vilja einnig hvetja foreldra til að taka virkan þátt í foreldrasamstarfi. Rannsóknir sýna að mikill ávinningur er af þátttöku foreldra í skólastarfi og góðri samvinnu heimila og skóla. Milli þessara aðila þarf að ríkja trúnaður og jákvætt viðmót. Samtökin hvetja foreldra til að leita sér upplýsinga um hvaðeina er varðar skólagöngu barnsins hjá starfsfólki skóla, hjá fræðsluyfirvöldum sveitarfélaganna eða á heimasíðu samtakanna.
www.heimiliogskoli.is.
Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heimili og skóli - landssamtök foreldra.