Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 13. maí 2002 kl. 11:25

Skólamáltíðir

Tillaga S-listans um að öll börn eigi rétt á heitum mat í hádeginu hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún er líka að okkar mati nauðsynleg svo í raun verði hægt að tala um að heilsdagsskóli verði valkostur fyrir öll börn.Það er enginn vandi að bjóða uppá hvaða þjónustu sem er ef hún er bara verðlögð þannig að hún standi undir sér og þeir geti keypt þjónustuna sem það vilja. Það er hins vegar ekki aðferð sem S-listinn vill því hún tryggir ekki öllum börnum þá þjónustu sem verið er að bjóða uppá.

Hvað kosta skólamáltíðir?
Eðlilega er spurt hvað tillaga S-listans muni kosta bæinn. Þannig eiga menn að spyrja þegar nýjar tillögur koma fram. Núna kostar máltíðin 200 kr. hjá hverju barni. Það er aðeins greiðsla fyrir hráefnið. Starfsfólk og aðstaða er nú þegar greidd af bænum. Ef við miðum við 180 skóladaga og að það séu 1800 börn í grunnskólunum, þá er þetta einföld margföldun. 200 x 180 x 1800 og útkoman verður kr. 64.800.000. Sextíu og fjórar milljónir og átta hundruð þúsund. Hins vegar skapast nokkuð hagræði við innkaup og hafa menn bent á að það megi gera ráð fyrir allt að 20% lækkun vegna hagræðingar. Meðal annars minnkar óvissan um hve margir borða hverju sinni. Þá verður upphæðin fimmtíu og ein milljón átta hundurð og fjörutíu þúsund.

Hvernig á að fjármagna skólamáltíðir?
Þessi upphæð er heldur lægri en rekstrarkostnaður Reykjaneshallarinnar er á ári. Þá var ekki skýrt hvernig ætti að fjármagna hann. Skólamaturinn verður hins vegar fjármagnaður með núverandi tekjum bæjarins. Auk þess er það á stefnu S-listans að auka tekjur bæjarins, með því að fjölga þeim sem undir rekstrinum standa. Dæmi um leiðir til þess má sjá í stefnuskrá okkar, skipulagskafla. Einnig með því að stuðla að auknum launagreiðslum í bænum, dæmi um það má sjá í kafla um atvinnumál. Síðast en ekki síst með betri nýtingu á peningum bæjarins m.a. með því að virkja fjöldann til liðs við okkur um ýmis þjóðþrifamál sjá líka kafla um íbúalýðræði og skipulag.
Heildarlaugagreiðlsur í bænum þurfa aðeins að hækka um rúm 2,5% til að núverandi útsvarsinnheimta dugi fyrir þessari viðbót.

Nauðsynleg forsenda heilsdagsskóla
Það þekkja allir sem vinna með börnum að ef þau nærast ekki verða þau erfið í samstarfi. Það er stefnt að því að börnum gefist kostur á heilsdagsskóla. Það er gamall draumur sem getur orðið að veruleika nú þegar náðst hefur að einsetja skólana. Í því felst að hægt verður að vinna með börnunum í lengri tíma en nú er. Við það skapast ýmsir möguleikar vegan rýmri tíma í skólanum. Með góðu skipulagi verður hægt að taka á ýmsum vanda sem lítið er sinnt í dag.
Það skapast tækifæri á að kennarar yngri bekkja geti verið í fullu starfi án þess að þurfa að festa á töflu einhverja fagkennslu á unglingastigi. Þeir gætu fengið aukinn tíma vegna vinnu með nemendum í heilsdagsskóla. Þá verður hægt að aðstoða nemendur með nám, bæði þá sem þurfa aukna aðstoð og líka þá sem eru alltaf búnir með sín verkefni, þá duglegu. Þetta eru aðeins dæmi um þá möguleika sem skapast þegar rýmri tími er til vinnu. Allt mun þetta svo skila sér í betri líðan nenenda, betri árangri skólastarfs og minni þörf á dýrari sérúrræðum á eldri stigum.
Jóhann Geirdal
Oddviti S-listans í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024