Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

„Skólabragur, agamál, einelti“ - fundur í dag
Þriðjudagur 17. janúar 2012 kl. 11:02

„Skólabragur, agamál, einelti“ - fundur í dag

- Kynning á nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum

Þriðjudaginn 17. janúar nk. munu Suðurnesjavaktin, FFGÍR (Foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ) og fræðsluskrifstofur á Suðurnesjum standa fyrir kynningu á nýrri reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Guðni Olgeirsson sérfræðingur í menntamálaráðaneytinu mun kynna og svara spurningum um reglugerðina en hún tekur til fjölmargra atriða er varða grunnskólastarfið. Lögð er sérstök áhersla á skólabrag, agamál, eineltismál, ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í þeim efnum og málsmeðferð í skólum þegar misbrestur verður á tilteknum atriðum. Reglugerðin er afar mikilvægur áfangi en síðustu misseri hefur verið unnið að gerð heildstæðrar reglugerðar í samráði við hagsmunaaðila og er í anda þeirrar stefnumótunar sem hefur farið fram um velferð nemenda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kynningin verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja klukkan 17.30 - 18.30 og eru starfsmenn skólanna, foreldrar, nemendur og aðrir hvattir til þess að koma.