Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 12. febrúar 2002 kl. 10:00

Skipulag í samráði við íbúa

Mótun samfélags byggir ekki aðeins á hugmyndum um hvernig við viljum að mannlífið eigi að vera í bænum okkar heldur hefur umhverfið, skipulag bæjarins, mótandi áhrif. Skipulag sveitarfélags verður að vinna þannig að íbúarnir sjálfir hafi meiri tækifæri en nú gefast til þess að taka virkan þátt í að móta umhverfi sitt.Bæjarstjórn á að leita á reglulega efir áliti íbúa á skipulagi Reykjanesbæjar, fá fram hverjar þarfir íbúanna eru og væntingar og hvaða úrbætur þeir telja að sé þörf á. Með breyttu verklagi á að vera hægt að ná sátt milli bæjaryfirvalda og íbúa bæjarins um skipulagsmál en nokkuð hefur vantað á að svo sé.
Umhverfissjónarmið í fyrirrúmi
Reykjanesbær á að svara kalli tímans og láta umhverfissjónarmið vera ráðandi við skipulag nýrra hverfa. Leitast á við að taka tillit til óspilltra svæða sem nýtast til útiveru þannig að jafnvægi ríki í skipulagi og umhverfi okkar verði viðeigandi umgjörð um gróskumikið mannlíf.
Fái ég til þess brautargengi í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar 23. febrúar n.k. mun ég berjast fyrir því að íbúum Reykjanesbæjar verð gefið tækifæri til þess að taka virkari þátt í mótun bæjarins.

Eysteinn Eyjólfsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024