Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skil á rafhlöðum á ferðalagi
Mánudagur 25. júní 2007 kl. 13:21

Skil á rafhlöðum á ferðalagi

Notkun rafhlaðna er mikil yfir sumartímann þegar fólk er á faraldsfæti og hefur við höndina margs konar raftæki sem oftar en ekki ganga fyrir rafhlöðum. Úrvinnslusjóður vill hvetja landsmenn til þess að skila inn ónýtum rafhlöðum á ferðalögum sínum um landið í sumar. Mikilvægt er að öllum rafhlöðum sé skilað til úrvinnslu því þær geta innihaldið spilliefni sem eru mjög skaðleg fólki og umhverfi.


Það er í raun sáraeinfalt að skila rafhlöðum til úrvinnslu og nokkrar leiðir í boði. T.d. er hægt að skila ónýtum rafhlöðum á bensínstöðvum og einnig á söfnunarstöðvum sveitarfélaga um land allt auk þess sem hægt er að setja þær í endurvinnslutunnur fyrir flokkað heimilissorp. Á vef Úrvinnslusjóðs, www.urvinnslusjodur.is, er hægt að nálgast upplýsingar um staðsetningu söfnunarstöðva á landinu öllu. Þar er einnig að finna spurningar og svör um rafhlöður þar sem fróðleiksfúsir geta aflað sér nánari upplýsinga um innihald þeirra, flokkun og áhrif spilliefna á umhverfið.


Rafhlöður eru spilliefni og geta verið skaðlegar heilsu og umhverfi. Ef hættulegu efnin sem fyrirfinnast í sumum rafhlöðum sleppa út í náttúruna getur það haft alvarlegar afleiðingar.

Tilkynning frá úrvinnslusjóði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024