Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skattpíning Árna Sigfússonar
Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 10:06

Skattpíning Árna Sigfússonar

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins stærir sig þessa dagana af því að tekjur af fasteignagjöldum séu lægstar hér í Reykjanesbæ af 8 stærstu sveitarfélögum landsins. Skýringuna á því má fyrst og fremst rekja til þess að fasteignamat í Reykjanesbæ er talsvert lægri en í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu eins og bæjarstjóraefni A-listans, Reynir Valbergsson, benti á í grein í Víkurfréttum 6. apríl síðastliðinn. Talsmenn meirihlutans láta hins vegar líta svo út að það sé þeirra verk að tekjur af fasteignagjöldum eru lægri hér en annars staðar.

Bæjarstjóri skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum þar sem hann reyndi að sýna fram á að fasteignaskattar í Reykjanesbæ væru lægri en í Garðabæ og var þar að svara Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra sjálfstæðismanna í Garðabæ, sem hafði í grein nokkru áður, sýnt fram á háa skatta í Reykjanesbæ. Máli sínu til stuðnings tók bæjarstjóri Reykjanesbæjar dæmi af 160 fm húsi með 35 fm bílskúr og hélt því fram að fasteignagjöld af slíku húsi væru 140.000. Ég verð að viðurkenna að þessar fullyrðingar bæjarstjóra vöktu óskipta athygli mína.

Villandi dæmi bæjarstjóra eða er Árni alltaf að misreikna sig?
Ég fullyrði það, og veit til þess af eigin raun, að eigendur húsa af þessari stærð eru ekki að borga neinar 140.000 kr. í fasteignagjöld á ári. Í raun er verið að borga um 60.000 kr. meira en þetta dæmi Árna Sigfússonar segir til um. En er bæjarstjóri með vísvitandi hætti að ljúga frammi fyrir alþjóð? Mín fyrstu viðbrögð kannski já, en þá rann allt í einu upp fyrir mér að fasteignaskattur er reiknaður af fasteignamati hverrar eignar en ekki af fermetrafjölda og stærð. Þess vegna getur bæjarstjóri hugsanlega fundið 160 fm. hús í Reykjanesbæ sem er ekki með hærra fasteignamat en svo að fasteignagjöldin eru ekki hærri en þetta. Það þýðir hins vegar ekki að allir sem eiga slík hús borgi 140.000 kr. í fasteignaskatt og ég fullyrði að svo er ekki. Dæmi bæjarstjóra Reykjanesbæjar er því verulega villandi og sýnir ekki í raun þá skatta sem fólk í Reykjanesbæ er að borga af fasteignum sínum.

44% hækkun fasteingagjalda frá 2003
Hækkun fasteignaskatta á 160 fm. húsi frá 2003 er heil 44%, bein skattahækkun á fimmta tug prósenta, það er nú ekki lítið og hafa ber í huga að þessi gífurlega hækkun er þrátt fyrir að prósentuhlutfallið hefur nýlega verið lækkað í 0,3 af fasteignamati. Á sama tíma eru önnur sveitarfélög búin að vera að lækka sitt hlutfall til þess að koma til móts við hækkandi fasteignamat en það er fyrst núna í ár sem Reykjanesbær lækkar hjá sér en er enn með umtalsvert hærri prósentu. Reykjanesbær er í raun samhliða Árborg, sem er næstum því með helmingi færri íbúa, þegar kemur að skattprósentu fasteignagjalda en Árborg hefur lækkað sína fasteignaskatta um 25% frá áramótum til að mæta hækkandi fasteignamati.

Brynjar Harðarson
skipar 12 sæti A-listans í Reykjanesbæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024