SKATTARNIR Á RÉTTU RÓLI?
Þá hafa álagningarseðlarnir borist frá skattinum og skráin verið lögð fram á bæjarskrifstofunum. Sumir fá til baka, aðrir þurfa að greiða meira en flestir eru á réttu róli. Við það að fletta í gegnum álagningarskrána á bæjarskrifstofunum, sem er opin öllum íbúum til aflestrar til 13. ágúst n.k.. kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Það sem ég vil gera að umræðuefni í þessari grein eru þeir sem greinilega greiða lægri skatta en þeim ber. Í flestum tilfellum virðist vera um að ræða fólk sem stundar sjálfstæða atvinnustarfsemi nýtir sér það út í ystu æsar.SamneyslanNú standa yfir miklar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á fjölmörgum sviðum. Mest ber á framkvæmdum í skólamálum. Þessar framkvæmdir eru fjármagnaðar af bæjarsjóði og tekjur hans byggjast fyrst og fremst á útsvarsgreiðslum bæjarbúa. Fjölmargir þeirra sem ég nefndi hér að ofan eiga börn á skólaaldri. Á meðan þeir hinir sömu skila ekki réttlátu framlagi til samneyslunnar má segja að hinn venjulegi launamaður sé að greiða fyrir menntun barna þeirra sem ekki eru á réttu róli í skattamálum.LífsstíllMargir búa í góðu húsnæði, eiga 2 bíla, fara oft á ári til útlanda, eiga sumarbústað o.s.frv. en gefa upp á sig laun sem hvergi nærri standa undir slíkum lífsstíl. Nú má vel vera að einhver skuldi meira og minna allt góssið en það gengur ekki til lengdar. Fjölmargir hafa gert þetta í fjölda ára svo eitthvað hlýtur að vera bogið við skattframtalið. Við þá hina sömu segi ég: „Ég er ekki sáttur við stöð una eins og hún er í dag og krefst þess að þið endurskoðið ykkar hlut í samneyslunni“.Borgum þeim að aukiÞað er ekki nóg með að fólk komi sér undan að greiða skatta. Við það að sýna svo litlar tekjur öðlast menn rétt til ýmissra bóta s.s. vaxtabóta og barnabóta. Það er því ekki nóg með að þessir aðilar borgi lítið eða ekkert í samneysluna heldur fá þeir greiddar bætur fyrir ómakið. Fræg er sagan af fólkinu sem hengdi matarpokann á hurðarhún atvinnurekandans í næsta húsi eftir að skattskráin kom út og ljóst var að viðkomandi átti ekki til hnífs og skeiðar af álagningunni að dæma. Nágrannarnir vissu hins vegar betur. Það var hægt að hlægja af henni þessari en þegar samfélagið er farið að greiða fullar barnabætur til þeirra sem ekki eru á réttu róli í skattamálum hlýtur maður að staldra við, eða hvað finnst þér, lesandi góður?Hvað er til ráða ?Í mörgum tilfellum er um löglegar en siðlausar aðferðir að ræða. Í skatta- og bókhaldslögum og -reglum eru fjölmargar leiðir fyrir fólk að lækka skattana sína. Þessar leiðir eru yfirleitt ætlaðar að auðvelda fólki að reka fyrirtæki því án öflugs atvinnulífs væri samfélagið ekki burðugt. En siðleysið er mannanna sjálfra. Ég legg til að fólk fari niður á bæjarskrifstofur, fletti álagningarskránni sem liggur frammi til 13. ágúst og ræði málin við þá sem fólk treystir sér til. Það þarf mikið hugrekki til þess að ræða slík mál en án um ræðunnar mun ekkert breytast. Venjulegt launafólk mun þá halda áfram að halda uppi opinberri þjónustu á meðan þeir sem eiga þess kost munu koma sér undan því að greiða sanngjarnan hlut í samneyslunni. Fáum fleiri til þess að vera á réttu róli í skattamálum.Kær kveðjaKjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.