Skattar og aðrar álögur aukast mikið
Ríkisstjórnin sem nú situr hreykir sér af því á hverjum degi að hún hafi lækkað skatta á undanförnum árum. Forsætisráðherra Geir Haarde tók það sérstaklega fram þegar hann hélt stefnuræðu sína í upphafi þings, að óumdeilt væri að skattar hefðu lækkað á Íslandi. Ég hélt satt að segja að ég hefði heyrt eitthvað vitlaust og skoðaði ræðuna sem hann lét dreifa til okkar þingmanna deginum áður og viti menn í handritinu stóð að þetta væri óumdeilt, svo ekki var um mismæli að ræða hjá forsætisráðherranum.
Hefur Geir sofið?
Getur það verið að það hafi farið framhjá Geir að við í Samfylkingunni höfðum heldur betur deilt á skattastefnu ríkisstjórnar hans og lýst þeirri skoðun okkar að skattbyrði væri að þyngjast hjá meginþorra skattgreiðenda á sama tíma og ríkisstjórnin lækkaði skatta á ofurtekjur? Getur það verið að það hafi farið fram hjá Geir að Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur marg oft sýnt fram á það í ræðu og riti að svokallaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinar kæmu einungis fáum til góða? Til viðbótar Samfylkingunni og Stefáni hefur Landsamband eldri borgara deilt hart á ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, Kastljós Sjónvarpsins sýndi einnig fram á að um 80% skattgreiðenda væri nú með meiri skattbyrði en áður og ríkisstjórnin hefði einungis lækkað skatta á innan við 20% skattgreiðenda.
Ég held að Geir hafi ekki misst af þeirri hörðu ádeilu sem fjölmargir aðilar hafa haft uppi á skattastefnuna, heldur beitir hann því gamla bragði að fullyrða eitthvað alveg öfugt við það sem rétt er og reynir að gera það svo oft, að á endanum verði miklar líkur á því að fólk fari að trúa því. Þingmenn Samfylkingarinnar munu ekki láta Geir komast upp með þetta og við munum á því þingi sem nú er hafið, halda áfram að deila á skattastefnuna og það hvernig ríkisstjórnin markvisst færir aukna skattbyrði neðar í tekjustigann um leið og hún léttir byrðum af þeim sem hæstu tekjurnar hafa. Það er orðið skrítið skattkerfi sem virkar þannig að skattbyrði á þá sem hafa lágar og meðaltekjur er orðin hlutfallslega hærri en sú byrði sem lögð er á hæstu tekjur.
Skattar hafa hækkað mikið
Skattar á Íslandi hafa ekki lækkað. Við vorum í vikunni að ræða frumvarp Árna Matt til fjáraukalaga. Slíkt frumvarp kemur fram á hverju ári og tilgangurinn með því er að festa í lög fjárheimildir, sem óvænt eða með litlum fyrirvara reynist nauðsynlegt að greiða. Það eru líka gerðar lagfæringar á tekjuhliðinni ef skattar og gjöld reynast lægri eða hærri en fjárlög gera ráð fyrir. Hvað segir þetta frumvarp okkur? Jú, tekjur ríkisins vaxa um 40,4 milljarða umfram það sem ráð var fyrir gert. Tekjurnar vaxa um 3,367 milljarða á mánuði eða 110 milljónir á dag! Þegar við skoðum hvaða tekjur þetta eru sem eru að vaxa þá má nánast segja að flest allir tekjupóstar ríkisins skili meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar er um að ræða skatt á launþega, fyrirtæki, fármagn, vörugjöld og virðisaukaskatt svo eitthvað sé nefnt.
Hverjir borga mest af þeim auknu sköttum og gjöldum sem um ræðir? Ætli það sé ekki að mestu fólkið í landinu sem hefur greitt 110 milljónir aukalega í ríkiskassann hjá Árna Matt á hverjum einasta degi, bæði virka daga og helga. Ætli það geti ekki verið óumdeilt að skattar hafi hækkað mikið á árinu sem er að líða og spurning hvort ráðherrar í ríkisstjórninni fara ekki að viðurkenna staðreyndir. Það er lag til þess að létta álögum af venjulegu vinnandi fólki og ég mun slást fyrir því réttlætismáli hvar og hvenær sem er.
Jón Gunnarsson alþingismaður
Sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar
í prófkjöri 4. nóvember nk.
Hefur Geir sofið?
Getur það verið að það hafi farið framhjá Geir að við í Samfylkingunni höfðum heldur betur deilt á skattastefnu ríkisstjórnar hans og lýst þeirri skoðun okkar að skattbyrði væri að þyngjast hjá meginþorra skattgreiðenda á sama tíma og ríkisstjórnin lækkaði skatta á ofurtekjur? Getur það verið að það hafi farið fram hjá Geir að Stefán Ólafsson prófessor við HÍ hefur marg oft sýnt fram á það í ræðu og riti að svokallaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinar kæmu einungis fáum til góða? Til viðbótar Samfylkingunni og Stefáni hefur Landsamband eldri borgara deilt hart á ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, Kastljós Sjónvarpsins sýndi einnig fram á að um 80% skattgreiðenda væri nú með meiri skattbyrði en áður og ríkisstjórnin hefði einungis lækkað skatta á innan við 20% skattgreiðenda.
Ég held að Geir hafi ekki misst af þeirri hörðu ádeilu sem fjölmargir aðilar hafa haft uppi á skattastefnuna, heldur beitir hann því gamla bragði að fullyrða eitthvað alveg öfugt við það sem rétt er og reynir að gera það svo oft, að á endanum verði miklar líkur á því að fólk fari að trúa því. Þingmenn Samfylkingarinnar munu ekki láta Geir komast upp með þetta og við munum á því þingi sem nú er hafið, halda áfram að deila á skattastefnuna og það hvernig ríkisstjórnin markvisst færir aukna skattbyrði neðar í tekjustigann um leið og hún léttir byrðum af þeim sem hæstu tekjurnar hafa. Það er orðið skrítið skattkerfi sem virkar þannig að skattbyrði á þá sem hafa lágar og meðaltekjur er orðin hlutfallslega hærri en sú byrði sem lögð er á hæstu tekjur.
Skattar hafa hækkað mikið
Skattar á Íslandi hafa ekki lækkað. Við vorum í vikunni að ræða frumvarp Árna Matt til fjáraukalaga. Slíkt frumvarp kemur fram á hverju ári og tilgangurinn með því er að festa í lög fjárheimildir, sem óvænt eða með litlum fyrirvara reynist nauðsynlegt að greiða. Það eru líka gerðar lagfæringar á tekjuhliðinni ef skattar og gjöld reynast lægri eða hærri en fjárlög gera ráð fyrir. Hvað segir þetta frumvarp okkur? Jú, tekjur ríkisins vaxa um 40,4 milljarða umfram það sem ráð var fyrir gert. Tekjurnar vaxa um 3,367 milljarða á mánuði eða 110 milljónir á dag! Þegar við skoðum hvaða tekjur þetta eru sem eru að vaxa þá má nánast segja að flest allir tekjupóstar ríkisins skili meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar er um að ræða skatt á launþega, fyrirtæki, fármagn, vörugjöld og virðisaukaskatt svo eitthvað sé nefnt.
Hverjir borga mest af þeim auknu sköttum og gjöldum sem um ræðir? Ætli það sé ekki að mestu fólkið í landinu sem hefur greitt 110 milljónir aukalega í ríkiskassann hjá Árna Matt á hverjum einasta degi, bæði virka daga og helga. Ætli það geti ekki verið óumdeilt að skattar hafi hækkað mikið á árinu sem er að líða og spurning hvort ráðherrar í ríkisstjórninni fara ekki að viðurkenna staðreyndir. Það er lag til þess að létta álögum af venjulegu vinnandi fólki og ég mun slást fyrir því réttlætismáli hvar og hvenær sem er.
Jón Gunnarsson alþingismaður
Sækist eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar
í prófkjöri 4. nóvember nk.