Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent


Skátar buðu í kaffi
Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 16:09

Skátar buðu í kaffi

Síðastliðinn laugardag, þann 7. janúar, var mikið um að vera í skátahúsi Heiðabúa í Keflavík, þeir krakkar sem fóru á skátamót í Englandi, Eurojam, síðasta sumar höfðu blásið til veislu.

Þessir níu skátar sem eyddu mest öllu síðasta ári í það að afla fjár fyrir ferðinni ákváðu að þakka fyrir sig með því að bjóða stjórn skátafélagsins, St.Georgsgildinu í Keflavík, og síðast en ekki síst foreldrum sínum til veislu.

Auk þess að bjóða upp á veglegt kaffihlaðborð lásu skátarnir upp ferðasögu og sýndu myndir frá ferðinni eða eins og einn úr hópnum orðaði það, „tilgangurinn með því að bjóða ykkur hingað er ekki síst að sýna ykkur að við höfum nú gert eitthvað af viti þarna úti”, en auk þess að hafa notið ómetanlegs stuðnings frá sínum nánustu voru fyrirtæki á Suðurnesjum og víðar dugleg við að styðja við bakið á hópnum og vilja þau koma kærum þökkum á framfæri til allra sem veittu þeim stuðning.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn samankominn síðasta laugardag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024