Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Skapandi hugsun í Virkjun á morgun
Mánudagur 21. september 2009 kl. 20:08

Skapandi hugsun í Virkjun á morgun

Boðið verður upp á námskeið í skapandi hugsun í Virkjun á Ásbrú á morgun, þriðjudag kl. 13-17.

Fjallað er um sköpunargáfuna og hvernig hægt er að efla hana og nýta sem best. Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu er nýsköpun, eðli sköpunarkraftsins, aðferðir til að virkja sköpunarkraftinn og atriði sem hamla skapandi hugsun. Farið verður yfir ákvarðanatökuferlið og skapandi aðferðir. Ávinningurinn er betri skilningur á sköpunarfræðunum, hagnýtum aðferðum til að örva nýsköpun og aukin þekking á atriðum sem standa í vegi fyrir þróun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

• Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson frá Þekkingamiðlun
• Verð: Í boði Vinnumarkaðsráðs Suðurnesja.
• Hvar: Í Virkjun, Flugvallarbraut 740, Ásbrú – Sími: 426 - 5388
• Skráning: á mss.is eða virkjun.net

Allir eru velkomnir